Kirkjuritið - 01.01.1948, Side 8
6
KIRKJURITIÐ
Og hið sama sálmaskáld, séra Þorvaldur BÖðvarsson,
túlkar eigi síður í áramótasálminum þessa þakkarskyldu
vora, þiggjenda Guðs náðar og föðurástar, í sálmsversinu
þessu:
• : i ■ < '• ' . i; j .J .... •
Honum sálin hlýðni sverji vísa,
hans vort málið æ skal gæzku prísa,
vort þakklæti veri’ hans mæta
vilja að gæta,
ást svo ætíð lýsa.
Þegar.yér því staðnæmumst enn á sjónarhóli áramótanna
og lítum yfir liðna tíð, þá skýtur mörgu upp í huganum,
sem annars virðist inni byrgt og gleymt. Þar birtast margr
ar: ljúfar myndir, sem geta yljað hjörtunum, og þær
myndir eru jafnvel þær elztu, -r en líka koma upp minn-
ingar, sem eru eins og stungur í hjartað, minningar um
óvæntar örvar, er grunlaust hjarta hlaut, minningar um
haldlitla vináttu, sem oft hagar seglum eftir vindi augna-
bliks ávinnings, jafnvel minningar um leynibrögð öfundar
— þetta óskiljanlega fyrirbrigði í sálum Guðs barna, —
minningar. um andvana umbúðir kærleikans, er þær sigu
niður í gröf, í mold, og tækifærin voru á enda um endur-
gjald kærleikans,. — minningar um bláfjalla-tærar hug-
sjónir hins vondjarfa hugar ólamaðrar æsku, — þar sem
Kristur og ísland skipuðu æðsta sessinn, og þessum minn-
ingum hættir við að grafast og gleymast i dægurmálum og
matarstriti.
En á meðan hefi.r Guð vors lands látið grænka á vorin
af fræjum þeim, er féllu i jörð haustið áður; á meðan hafa
linur landsins fagra ekki breytzt; á meðan hafa fljótin
streymt í sífellu til sævar. Á meðan hafa hinir fleygu vinir
vorir úr suðri vitjað landsins bjarta, um sérhver sumar-
mál, — afkomendur þeirra, er glöddu og hrifu hugi vora
í bernsku vorrar bjarta blóma. — Á meðan hefir æska
Islands að mestu yfirgefið hinal* friðsælu byggðir hins