Kirkjuritið - 01.01.1948, Síða 9
í DÖGUN ÁRSINS
7
fagra lands. Á meðan hafa verið innleiddar hinar „frjálsu
ástir,“ svo að hjónaband er jafnvei Áða aukaatriði í ís-
lenzku þjóðfélagi.
Mæðurnar, sem börnin yfirgefa litlu eftir ferminguna,
eru þreyttar, — mæðurnar og menn þeirra, sem enn halda
byggðum landsins við með ofreyndum kröftum — eins
og verið sé að syngja síðasta lagið um samfellda, íslenzka
byggð i voru ástkæra, fagra fjallalandi. — Á meðan hefir
auðlegð safnazt á margar hendur í fjölmenni borga og
bæja landsins með ströndum fram, svo að víða má sjá
villtan dans kringum gullkálfinn. Já, á meðan Island er
sama tigna, farsæla Island, með gnægð brauðs og upp-
sprettur andans fyrir öll sín böm, — á meðan fækkar þeim
börnum, er biðja við móðurkné.
Við æsku íslands, sem kaldrifjuð yfirgefur þreyttar
mæður landsbyggðanna — útverði íslenzkrar festu og
fórnarlundar — vil ég á þessum tímamótum segja það,
skila því, sem stendur í einu spekiriti Gamla testamentis-
ins, þessum orðum:
„Gleð þig, ungi maður, í æsku þinni og lát liggja vel á þér
unglingsár þín, og breyt joú eins og hjartað leiðir þig, . , .
en vit, að fyrir allt þetta leiðir Guð þig fyrir dóm.“ (Préd.
11, 9.). — „Því að æska og morgunroði eru hverful," segir
í sama riti.
Bylting þjóðlífsins er mikil. Flutningur þjóðarinnar er
ekki einungis frá fjallinu til fjörunnar, heldur er og flutt
af bjargi trúarinnar á ægisand upplausnar, glyss og nautna-
sýki. — Slíkar skuggamyndir ber einnig fyrir augu á tjaldi
umliðins árs og ára, og vér spyrjum með orðum Heilagrar
ri'tningar: „Ætlið þér að launa Drottni þannig, þú heimska
og óvitra þjóð?“
Það má þvi greina fúabletti á stofni hins íslenzka þjóðar-
meiðar. En það er gengið fram hjá þeim, eða eigi bent á þá,
í annál ársins. -
Sérhver áramót eru reikningsskapartími fyrir einstakl-
inga og þjóðina i heild. Hver og einn er á sínu lifsfleyi