Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1948, Page 15

Kirkjuritið - 01.01.1948, Page 15
DR. THEOL. VALDIMAR BRIEM r ■ ' ' ' r vígslubiskup. ALDARMINNING. „Hinn es scell, es sér of getr lof ok líknstafi.“ (Hávamál). Feður vorir til forna töldu það eina hina mestu hamingju niannsins, að ávinna sér, lífs og liðinn, gott mannorð og minningar. Þeir töluðu um „einn er aldrei deyr; dómur um dauðan hvern.“ Slíkur ódauðleiki var þeim að skapi, ódauð- leikinn í sögunni, minningu kynslóðanna, orðstír, sem „deyr aldregi hveim er sér góðan getr.“ Þessi ódauðleiki er fslendingum enn að skapi, eigi síður fyrir það, þótt þeir sem kristnir menn trúi á líf sálarinnar eftir dauðann. Þess vegna segir Matthías Jochumsson, að það séu „heimskir menn og hugspilltir, sem Hel gista,“ en ,,lýðir dáðrakkir, sönn Guðs börn, sjái ei dauðann.“ Og á líka lund segir Einar Benediktsson: „Sá deyr ei, sem heimi gaf lífvænt ljóð.“ Þeir menn gleymast ekki, sem lifa í verk- um sínum, verkum, er bera ávöxt kynslóð eftir kynslóð. Gleymskan og þögnin geymir suma bezt. En aðrir mega ekki gleymast: hinir dáðrökku menn, sem gáfu menningu þjóðar sinnar, og þar með mannkyninu öllu, góðar gjafir. Til er franskur málsháttur, sem eftir orðanna hljóðan er á þessa leið: „Verkið er maðurinn.“ En líklega mundi réttara og sanngjarnara að segja: Verk og afköst eru í raun og veru ekki nema brot af manninum, sem verkið vann, brot úr sálarlífi hans, brot eitt af því, sem hann vildi full- gjört hafa. En því dýrmætari sem þau eru, þessi brot, því merkilegri er maðurinn, því betra að kynnast honum og eiga sálufélag við hann, lífs og liðinn. Þótt aldir líði frá
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.