Kirkjuritið - 01.01.1948, Síða 15
DR. THEOL. VALDIMAR BRIEM
r ■ ' ' ' r
vígslubiskup.
ALDARMINNING.
„Hinn es scell,
es sér of getr
lof ok líknstafi.“
(Hávamál).
Feður vorir til forna töldu það eina hina mestu hamingju
niannsins, að ávinna sér, lífs og liðinn, gott mannorð og
minningar. Þeir töluðu um „einn er aldrei deyr; dómur um
dauðan hvern.“ Slíkur ódauðleiki var þeim að skapi, ódauð-
leikinn í sögunni, minningu kynslóðanna, orðstír, sem „deyr
aldregi hveim er sér góðan getr.“
Þessi ódauðleiki er fslendingum enn að skapi, eigi síður
fyrir það, þótt þeir sem kristnir menn trúi á líf sálarinnar
eftir dauðann. Þess vegna segir Matthías Jochumsson, að
það séu „heimskir menn og hugspilltir, sem Hel gista,“ en
,,lýðir dáðrakkir, sönn Guðs börn, sjái ei dauðann.“ Og á
líka lund segir Einar Benediktsson: „Sá deyr ei, sem heimi
gaf lífvænt ljóð.“ Þeir menn gleymast ekki, sem lifa í verk-
um sínum, verkum, er bera ávöxt kynslóð eftir kynslóð.
Gleymskan og þögnin geymir suma bezt. En aðrir mega
ekki gleymast: hinir dáðrökku menn, sem gáfu menningu
þjóðar sinnar, og þar með mannkyninu öllu, góðar gjafir.
Til er franskur málsháttur, sem eftir orðanna hljóðan
er á þessa leið: „Verkið er maðurinn.“ En líklega mundi
réttara og sanngjarnara að segja: Verk og afköst eru í
raun og veru ekki nema brot af manninum, sem verkið vann,
brot úr sálarlífi hans, brot eitt af því, sem hann vildi full-
gjört hafa. En því dýrmætari sem þau eru, þessi brot, því
merkilegri er maðurinn, því betra að kynnast honum og
eiga sálufélag við hann, lífs og liðinn. Þótt aldir líði frá