Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1948, Page 22

Kirkjuritið - 01.01.1948, Page 22
20 KIRKJURITIÐ ir þá nokkra, og getur þar Valdimars Briems með þessum orðum: „Þar kom hinn vaski Valdhamar, á visum stundum ekki spar.“ — Þó að hér verði ekki fleiri dæmi til tínd, sýnir þetta, sem hér var nefnt, að Valdimar hefir í hópi skólabræðra sinna getið sér góðan orðstír, og þótt afbragð flestra ungra manna á námsárunum. II. Að loknu embættisprófi við Prestaskólann fékkst Valdi- mar við kennslustörf í Reykjavík veturinn 1872—1873. En á þeim vetri sækir hann um Hrepphólaprestakall, er þá var laust. Var honum veitt kallið 21. febr. 1873, og vígðist hann þangað 27. apríl sama ár. Fór hann um vorið búferl- um að Hrepphólum. Og 12. júní þá um sumarið kvæntist hann frændstúlku sinni og fóstursystur, Ólöfu, einkadóttur séra Jóhanns í Hruna. „Var það mesta happaspor mitt á lífsleiðinni,“ sagði séra Valdimar síðar í sjálfsævisögu sinni við biskupsvígslu. Felst mikið í þeim fáu, einföldu orðum, enda mun það sammæli allra, sem til hafa þekkt, að sjaldan hafi ágætari kona verið manni gefin en frú Ólöf var. Má með sanni segja, að jafnræði var með þessum ungu prestshjónum. Þeim varð tveggja sona auðið í hjóna- bandi sínu. Hét hinn eldri þeirra Jóhann Kristján, f. 17. ágúst 1874, en hinn yngri var ólafur prestur á Stóra- Núpi, f. 5. okt. 1875. Prestshjónunum ungu í Hrepphólum búnaðist vel þau ár, sem þau bjuggu þar. Þegar séra Valdimar minntist á það efni í sjálfsæfisögu sinni, segir hann, að búskapar- gengi sitt hafi verið „mest að þakka konu sinni, og svo öðru góðu fólki.“ Efalaust var séra Valdimar sjálfur hygg- inn maður og hagsýnn. En vegna andlegra viðfangsefna hans og annarra starfa, er á hann hlóðust brátt, mun dag- leg bústjórn heimafyrir hafa hvílt mjög á konu hans, enda var hún búkona mikil. Og það orð fór brátt af heimili þeirra hjóna, að þeim varð gott til hjúa, hvort heldur um
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.