Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1948, Page 24

Kirkjuritið - 01.01.1948, Page 24
22 KIRKJURITIÐ Og auðvitað hefir endurreisn staðarins eftir jarðskjálft- ana kostað hann geysimikið fé. En þó blómgaðist fjárhagur hans vel, og var ávalt talinn góður. Jafnframt prestsstörfunum bættist á séra Valdimar fjöldi annarra trúnaðarstarfa í þarfir kristindóms og kirkju, sveitar og héraðs. Er það eigi ofmælt, að hann var á mann- dómsárum sínum talinn sómi og prýði héraðs síns, og átti þar óvenjulegu trausti, virðingu og vinsældum að fagna. Enginn maður í Árnessýslu varð víðkunnari um það leyti en séra Valdimar Briem. Olli þar auðvitað mestu um sú hylli, sem hann aflaði sér með sálmum sínum, en einnig glæsimennska hans, gestrisni og höfðingskapur. Kirkjuleg störf séra Valdimars auk prestsskaparins urðu mikil og merk. Verður vikið að ritstörfunum og sálma- kveðskapnum síðar. En hér má þess geta, að hann var settur prófastur Árnessprófastsdæmis 12. nóv. 1896 og sið- an skipaður í það emþætti. Lét hann. af prests- og prófasts- störfum samtímis, vorið 1918. Tók þá við Stóra-Núps- prestakalli Ólafur sonur hans, er verið hafði aðstoðar- prestur hjá honum síðan haustið 1900. Árið 1878 var hann af Pétri biskupi settur í nefnd þá, er vinna skyldi að útgáfu nýrrar sálmabókar. Voru félagar hans í nefndinni þeir séra Helgi Hálfdanarson, séra Matthías Jochumsson, Stein- grímur skáld Thorsteinsson, séra Björn Halldórsson í Lauf- ási, séra Stefán Thorarensen og séra Páll Jónsson í Viðvík. Kom sálmabókin fyrst út 1886. Þá var séra Valdimar á prestastefnu 1892 kjörinn, ásamt séra Helga Hálfdanarsyni og Þórhaili Bjarnarsyni síðar biskupi, í nefnd til að endur- skoða handbók presta. Kom út frumvarp til nýrrar hand- bókar presta árið 1897, en því máli var síðan frestað, þar til er önnur nefnd lauk verkinu, og ný handbók presta var gefin út 1910. — Þá er sett höfðu verið lög um vígslu- biskupa, og prestar Skálholtsstiftis skyldu kjósa vígslu- biskup fyrsta sinni árið 1909, þótti það sjálfsagður hlutur, að kjósa séra Valdimar Briem. Var hann vígður biskups- vígslu í Reykjavíkurdómkirkju 28. ágúst 1910, og þótti
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.