Kirkjuritið - 01.01.1948, Síða 31
DR. THEOL. VALDIMAR BRIEM
29
er fögur og snjöll í öllu sínu látleysi og hógværð, og lýsir
honum vel um leið og hún lýsir hans látna vini og skáld-
bróður. Hún lýsir þeim manni, sem til elliára hefir varð-
Veitt kristilegt viðsýni sitt, mildi og mannúð, trú sína og
hugarfrið.
Af öðru því hinu marga, sem prentað er eftir séra Valdi-
[uar, minningarritum um einstaka merkismenn og tækifær-
lsræðum, skal hér aðeins minnzt prédikunar hans 28. ágúst
l910, þá er hann var vigður vigslubiskup. Er hún prentuð
1 N.Kbl. 1910. 1 stað þess að lýsa ræðunni eða rekja efni
hennar, skulu hér tilfærðir nokkrir stuttir kaflar úr henni:
» • • . . Kirkjan í heiminum hefir, að því leyti sem hún
er rnannaverk, oft farið ýmsar hrakfarir og einatt átt það
skilið, því að hún hefir oft tekið skakkar stefnur, tekið fá-
uytar mannasetningar fram yfir kenningu Krists og gleymt
hví, að hans lögmál og hans évangelíum er boð og boð-
skapur kærleikans. En að því leyti, sem kirkjan er Guðs
Verk, kristnin í kirkjunni, þá stendur hún stöðug þrátt fyrir
straumana, sem einatt bylja á henni .... “Áfram,“ það
er lögmál lífsins, lögmál allrar náttúrunnar. Tíðin líður
sfram með fljúgandi ferð og hverfur aldrei til baka. Áfram
líður lækur og fljót til sjávar. Áfram ber hverja öldu
a hafinu, hvert ský á loftinu, áfram heldur vindurinn
yfir láð og lög. Áfram heldur jörðin á undurflugi með öllu
t>ví, sem á henni er, áfrám bruna hnettimir um himingeim-
|nn- • •. Áfram þá, ekki aðeins til grafar, heldur til him-
lns- Áfram í Jesú nafni, í Jesú trú, í Jesú kærleik, í Jesú
fullkomnun. Já, áfram með kristindóminn. Áfram verðum
vér að halda hvort sem er, en skiljum hann ekki eftir,
heldur tökum hann með oss inn í framtíðina. Sumir sýnast
vera hræddir um það, að hann verði eftir, meðan mannkyn-
ið heldur áfram sína leið, en það er engin hætta á því að
svo verði. Sumir sýnast aftur vona það, en það verður
þeim sjálfum fyrir beztu, að sú von rætist ekki. Eða eru
nokkrar líkur til þess, að kristindóminn dagi uppi? Engar,
sem mark er á takandi, Það eru aðeins útvirkin, sem falla,