Kirkjuritið - 01.01.1948, Side 42
40
KIRKJURITIÐ
urður skáld Sigurðsson frá Arnarholti, er dvaldi ungur á
Stóra-Núpi um tíma („Menn, sem eg man. Lögr. 37. árg.).
„Augað bláa, ennið háa
ennþá lít eg, sem í gær —
fríður, bjartur, fjær og nær.
Skörungur, með skegg og hárið gráa‘\
Undir þessi orð tökum vér öll, sem bárum gæfu til þess að
kynnast séra Valdimar Briem og dvelja í návist hans.
Hann var efalaust einn hinn tígulegasti fslendingur um
sína daga og tilkomumesti. En hann var eigi aðeins hið
ytra tignarmaður frá hvirfli til iija. Návist hans öll var
ástúðleg og góð, og stafaði frá henni ljúfmennsku og mildi.
Eigi sízt var börnum góð návist hans; get eg um það borið
af eigin reynd. Og vitna má í þessu efni aftur til frásagnar
Sigurðar frá Arnarholti. Hann kom að Stóra-Núpi á 9.
ári, árið 1887. Hafði fóstri hans, Björn M. Ólsen rektor,
komið honum þar fyrir um stundarsakir hjá bekkjarbróð-
ur sínum. Segir hann þetta um fyrstu stundir sínar að
Stóra-Núpi: „Mér leiddist svo mikið, og fannst eg vera
svo einmana, en smátt og smátt fór ég að hænast að séra
Valdimari sjálfum, og talaði hann við mig einhverju því
tungumáli, sem ég skildi betur en annarra. Smátt og smátt
rann af mér þessi óþreyju- og leiðindavíma, enda sé ég nú,
að heimilið hefir verið frábært.“ Þessa frásögn og ummæli
skilur hvert barn, er kom fyrsta sinni á ókunnugt heimili
til dvalar fjarri foreldrahúsum. En enginn skilur það betur
en sá, sem við slíkar aðstæður hefir kynnzt séra Valdimari
Briem heima hjá honum.
Séra Valdimar var víst að sumu leyti mjög dulur maður,
byrgði margt inni fyrir, og bar ekki tilfinningar sínar á torg,
og sízt þá, er mest reyndi á. En í daglegri umgengni og við-
ræðu gat hann verið. mjög glaðvær og skemmtilegur, þá
er hann gaf sér tóm frá ritstörfum til að tala við heima-
fólk sitt. 1 hópi góðra gesta var hann skemmtinn og hýr
og hrókur alls fagnaðar.. Gátu þá flogið af vörum hans