Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1948, Page 44

Kirkjuritið - 01.01.1948, Page 44
42 KIRKJURITIÐ fyrir 5 árum tekið við búi. Frú Ólöf var þá látin fyrir þrem árum. Höfðinglegur þótti mér séra Valdimar, þegar ég sá hann. En fyrsta daginn var ég haldinn leiðindum. Þau rjátluðust þó brátt af, enda var heimilið og heimilisfólkið viðkunnanlegt. En enginn reyndist mér þar slíkur sem séra Valdimar. Hann komst brátt að þvi, að ég mundi vera öllu hneigðari til bóklestrar en fjárgæzlu. Stóð þá ekki á því að lána mér bækur til lestrar í tómstundum. En þó brýndi hann fyrir mér, að hafa ekki bók með í hjásetuna, og var það efalaust rétt og þörf ráðlegging. Enginn stað- ur þótti mér eins aölaðandi í heimilinu og stofa prófasts- ins með stóru bókaskápunum, fullum af fallegum og vel bundnum bókum. Leyfði hann mér að finna þar bók þá, er mig langaði að lesa hverju sinni. Var slíkt hreinasta nautn fyrir mig, sem ekki var miklum bókakosti vanur. En ekki gerði séra Valdimar það endasleppt við mig, því að bæði haustin eftir sumardvalir mínar að Stóra-Núpi sendi hann mér að gjöf fræðibækur, sem þá voru ekki í margra unglinga höndum. Þannig voru kynni min af séra Valdimar, er ég var drengur. Hann svalaði þá bókþorsta mínum, og talaði með því það mál til mín, er snart hjart- að svo, að síðan get ég ekki annað en minnzt hans sem persónulegs vinar míns. Sögur svipaðs efnis hafa aðrir sagt mér um séra Valdi- mar. „Hann gaf mér alltaf bók, í hvert sinn er ég kom þar,“ ritar mér merkisbóndi í Árnessýslu, sem á æskuár- um sínum kom einatt að Stóra-Núpi, og naut þar jafnan hinnar mestu vináttu og góðvildar. Og kona hans, sem dvaldi á æskuárum sínum hjá þeim prófastshjónunum, segir með- al annars frá því, að hún hefði mátt fá sér bækur að lesa eftir því sem hún hafði tíma og löngun til, og þetta hefði verið heimilt öllum á bænum, sem það vildu nota sér. Þannig var Stóra-Núpsheimilið á dögum séra Valdimars og frú Ólafar börnum og unglingum, sem þar voru og vildu fræðast, menningarheimili, sem markaði spor á þroskaferli þeirra, og hefir orðið þeim hugumkært og ógleymanelgt.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.