Kirkjuritið - 01.01.1948, Side 47
DR. THEOL. VALDIMAR BRIEM
45
Ur þar margar skemmtilegar og nytsamar stundir í við-
i’æðum við prófastinn, sem ávallt var jafn fróður, ræðinn
°g aðlaðandi. Voru þessar stundir góð viðbót við sjálfa
Suðsþjónustuna. Leiðsögn séra Valdimars, jafnt í andleg-
Um °S veraldlegum efnum, var holl og blessunarrík bænd-
Um °g byggð. Menn komu til hans með vandamál sín. Og
Ur öllu var greitt af skilningi, viti og góðvild. Þar sem séra
^aldimar var nærri staddur, voru ávallt ráðin góð ráð.
^m starf hans á Stóra-Núpi til heilla sveitarfélagi sínu
Sagði merkisbóndinn Páll heitinn Stefánsson að Ásólfsstöð-
Um í ávarpi, er hann flutti honum áttræðum að Stóra-
Kúpi: „Störfin þín mörgu í þarfir þess (sveitarfélagsins),
°g hvernig þú inntir þau af hendi, voru vorboði betri og
nyrri tíma. — Margt af því, sem breytzt hefir hér til hins
^e^ra, er beint eða óbeint árangur þinna verka. Sigurinn,
það Sam hann nær, ber því að tileinka þér. Markið til auk-
ms þroska og menningar skal hafið við hún til minningar
Um þig.“ En um prestsstörf séra Valdimars segir í sama
avarpi; „Sóknarbörn þín munu fyrr og seinna hafa verið
Sannfærð um það, að þau ættu mestan og beztan prestinn
°g engin orðið til andmæla — ekki einn. Við hin mörgu,
Sem bárum gæfu til þess í æsku að njóta fræðslu hjá
t)ar, erum minnug þeirra stunda, sumra hverra, og gleym-
Um þeim aldrei.“
Einn af vinum séra Valdimars og Stóra-Núpsheimilis-
ins var Guðmundur Guðmundsson skáld. I kvæði fögru,
Sem hann orti til séra Valdimars í nafni sóknarbarna hans
v°rið 1918, er svo að orði komizt um líf prestsins, skálds-
lns, bóndans og höfðingjans:
„Svip hefir sveitin fengið
af svip þínum, fegri, hlýrri,
og framaskeið fjölmargt gengið
með forgöngu þinni dýrri.
Því utan sem innan kirkju
þinn áhrifa-máttur ríkur