Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1948, Page 54

Kirkjuritið - 01.01.1948, Page 54
Séra Valdimar Briem, vígslubiskup. Minningar séra Ólafs Ólafssonar frá Eystra-GeldingaHolti, nú á Kvennabrekku. Hinn 1. febrúar þ. á. voru hundrað ár liðin frá fæðingu séra Valdimars Briem, vígslubiskups og sálmaskálds á Stóra-Núpi. Þó að íslenzka þjóðin megi öll minnast, með lotning, þessa hins látna, en ódauðlega afmælisbarns síns — svo miklar og ófallvaltar gjafir andans færði hann henni, í sálmum sínum og andlegum ljóðum, — þá eru það þó fyrst og síðast Hreppamenn í Árnessýslu, sóknarbörn prestsins og prófastsins á Stóra- Núpi, er nutu andlegrar leiðsögu hans um hálfrar aldar skeið, sem hafa ríkulegasta ástæðu til að nema staðar á aldarafmælinu, í djúpri þökk og helgri minning um hinn bjarta og tigna boðbera andans og fulltrúa guðsríkis, jafnt í innra lífi og ytri sýn, meðal peirra, um svo langt skeið. Hér verður engin tæmandi mannlýsing gefin, eða ævi- ágrip hins virðulega kirkjuhöfðingja Hreppamanna, séra Valdimars Briem. Enda hafði hann runnið fegursta skeið ævinnar að mestu, er ég man hann fyrst, um og upp úr aldamótunum. Þá hafði hann setið að Stóra-Núpi fast að tveimur áratugum. Því árið 1880, er hann hafði þjónað Hrepphólum einum í 5 ár (vígður þangað 1875), var han enn eigi fluttur að Stóra-Núpi. En það ár, 1880, samein- uðust þessar tvær sóknir í Hreppunum í eitt prestakall, þá er séra Jón Eiríksson (föðurfaðir minn) lét af prestskap að Stóra-Núpi. En skömmu eftir sameiningu sóknanna, höfðu þeir prestarnir makaskipti á prestsetrunum, og flutti þá séra Valdimar að Stóra-Núpi,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.