Kirkjuritið - 01.01.1948, Qupperneq 54
Séra Valdimar Briem, vígslubiskup.
Minningar séra Ólafs Ólafssonar
frá Eystra-GeldingaHolti, nú á Kvennabrekku.
Hinn 1. febrúar þ. á. voru hundrað ár liðin frá fæðingu
séra Valdimars Briem, vígslubiskups og sálmaskálds á
Stóra-Núpi.
Þó að íslenzka þjóðin megi öll minnast, með lotning,
þessa hins látna, en ódauðlega afmælisbarns síns — svo
miklar og ófallvaltar gjafir andans færði hann henni, í
sálmum sínum og andlegum ljóðum, — þá eru það þó
fyrst og síðast Hreppamenn í Árnessýslu, sóknarbörn
prestsins og prófastsins á Stóra- Núpi, er nutu andlegrar
leiðsögu hans um hálfrar aldar skeið, sem hafa ríkulegasta
ástæðu til að nema staðar á aldarafmælinu, í djúpri þökk
og helgri minning um hinn bjarta og tigna boðbera andans
og fulltrúa guðsríkis, jafnt í innra lífi og ytri sýn, meðal
peirra, um svo langt skeið.
Hér verður engin tæmandi mannlýsing gefin, eða ævi-
ágrip hins virðulega kirkjuhöfðingja Hreppamanna, séra
Valdimars Briem. Enda hafði hann runnið fegursta skeið
ævinnar að mestu, er ég man hann fyrst, um og upp úr
aldamótunum. Þá hafði hann setið að Stóra-Núpi fast að
tveimur áratugum. Því árið 1880, er hann hafði þjónað
Hrepphólum einum í 5 ár (vígður þangað 1875), var han
enn eigi fluttur að Stóra-Núpi. En það ár, 1880, samein-
uðust þessar tvær sóknir í Hreppunum í eitt prestakall, þá
er séra Jón Eiríksson (föðurfaðir minn) lét af prestskap
að Stóra-Núpi. En skömmu eftir sameiningu sóknanna,
höfðu þeir prestarnir makaskipti á prestsetrunum, og flutti
þá séra Valdimar að Stóra-Núpi,