Kirkjuritið - 01.01.1948, Síða 58
56
KIRKJURITIÐ
ins“ af prédikunarstóli, eins og í mæltu máli í einkavið-
ræðu eða á opinberum mannfundum, var séra Valdimar
mjög varkár í dómum. Svo fjarri var honum allur kali
gegn breyzkleika náungans, að „betra væri,“ sagði hann
eitt sinn í prédikun, ,,að líða óréttinn, en að valda honum.“
Tíðaflutningur séra Vaidimars á kirkjum sínum, og sam-
vinna safnaðanna við hann, einkennist þá jafnvel bezt með
þessum orðum postulans: „Ávarpið hver annan með sálm-
um, lofsöngvum og andlegum ljóðum, — syngið og leikið
Drottni í hjörtum yðar.“ Hvort greina ekki eldri Hreppa-
menn, jafnvel ennþá, gleðihreima og sigurljóð, frá ávörpum
þeim og lofsöngvum?
Sorgin barði oft að dyrum — þung högg — í fjölskyldu-
lífi séra Valdimars. Hið fyrsta, er þau hjónin misstu hinn
eldra son sinn, Jóhann, er þá var kominn langt áleiðis í
skóla. (Þau eignuðust aðeins þá tvo sonu, hann og Ólaf,
er varð eftirmaður föður síns). Helga hét öldruð kona á
heimili þeirra prófastshjóna, sem var „fóstra“ Jóhanns.
Þá er prófastur spurði lát sonar síns úr fjarlægð, gekk hann
inn til Helgu og sagði aðeins: Jóhann er dáinn. Þögnin ein
hæfði — og þung voru sporin. Þetta var fyrir aldamót. En
aftur dimmdi í lofti á Stóra-Núpi árið 1902. Blikan var að
vísu smám saman að færast yfir staðinn tigna, því að tíðar
voru um þær mundir læknisvitjanir í Skálholt, þó að leið
væri vötnótt og löng. En er helfregnin barst um byggðir:
Frúin á Núpi er dáin, þá breiddist sorgarskýið langt út fyrir
Stóra-Núp, jafnt inn í barnanna hjörtu, sem glödd höfðu
verið af göfugu frúnni um heilög jól, og um byggðir Ár-
nesþings, eins og eftirfarandi stef sýna, úr erfiljóðum, er
þá voru ort:
Það dró yfir austrið dapurt ský,
og dimmir á fjarrum tindi,
og ei er sú stundin heit og hlý,
því helið er í þeim vindi.