Kirkjuritið - 01.01.1948, Side 60
58
KIRKJURITIÐ
Eln hver getur farið með fagnaðar óð
í framandi Jandi?
#
1 framandi landi mér finnst eg sé hér
og f jötur mig þyngi.
Til Zíons þá heim kominn aftur eg er.
Er öll von eg syngi.
• ,
Þessi ijóð, sem ég lærði barn að aldri og raulaði stundum
við fjárgeymslu á bernskustöðvunum í almennum söknuði
Hreppajnanna, set ég hér til leiðbeiningar þeim, sem hafa
leyft sér að halda fram, að séra Valdimar Briem hafi
eigi verið djúpstæður tilfinningamaður. I þessum efnum
getur mörgum yfirsézt í mati sínu á mönnum, einkum er
þeir skipa hinn fámenna hóp, sem þýzka skáldið nefnir
„Schöne Seelen“ (fagrar sálir), eða það, sem táknast með
gríska orðinu: Kaioskagaþos (hinn fagri og góði). Slík-
um er allt óhrjálegt fjarri. En þeir geta elskað, meira en
í orði og á tungu — og án hagsmuna —- og bognað í sorg.
Þannig var um séra Valdimar Briem.
En hann átti eftir að verða heimamaður í húsum sorg-
arinnar oftar þau tuttugu og átta ár, sem hann lifði eftir
konumissinn.
Bráðgáfaður sonarsonur hans og nafni, Valdimar, dó
um þær mundir, er hann varð stúdent. — Og litlu síðar
féll frá „frúin á Núpi,“ öðru sinni, er hin ágæta tengda-
dóttir hans, kona séra Ölafs Briem, frú Katrín Helgadóttir,
frá Birtingaholti, lézt, eftir eigi all-langa legu. — Þá var
hinn aldraði biskup tekinn að gerast ellimóður, og sigg
að koma á gömul sár, er hann missti sitt bezta skjól, þar
sem frú Katrín var, — er var hvers manns hugljúfi og æ
vaxandi kona. En — „vanur vosi og sárum — verður spar
á tárum.“ Enn barst þó helfregn hinum háaldraða guðs-
manni til eyrna, lát einkasonarins og heimilsföðurins á
sjúkrahúsi í höfuðstað landsins. Þá orkaði hann ekki, á
83. aldursári, að yrkja sitt „Sonartorrek," til léttis sorg-
inni. Þetta síðasta áfall gekk honum svo til hjarta, að