Kirkjuritið - 01.01.1948, Síða 61
SÉRA VALDIMAR BRIEM, VÍGSLUBISKUP 59
hann andaðist nokkrum dögum síðar. Þeim virðulegu
feðgum var búin sama gröf, í maí 1930.
Síðan hefir Stóri-Núpur breytt um svip — og bjarminn
er horfinn, nema í minningunni. Enn blasir þó við augum
vegfarandans hið svipmikla stórhýsi, undir „Núpnum"
fríða, i listrænni skipan við kirkju og peningshús.. Lét
Prófastur reisa það fyrir aldamót.
Lýsir íbúðarhús þetta stórhug og miklum smekk þeirra,
er að því stóðu. Jafnvel mótun og ummyndun jarðlaga á
staðnum, í sambandi við húsaskipan, lýsir svo miklum feg-
Urðarsmekk, að langt ber af um prestsetur almennt, jafnvel
enn í dag.
★
Þannig var séra Valdimar sóknarbörnum sinum í Hrepp
Urn í senn andlegt ljós, er lýsti af um hálfa öld, og sönn
fyrirmynd, jafnt í veraldlegum efnum, sem í dagfari og
°hum framgangsmáta — þó að örðugt reyndist það flestum
að ná svo tignum háttum. Málblær jafnt sem mildur svipur
ritnaði ávallt um hina fögru, Guði vígðu sál. Hvort sem
hann var í húsvitjunarferðum, sat og reykti sína pípu —
°g í sæti var hann fyrirmannlegastur — skeggræddi um
landsins gagn og nauðsynjar, eða hann varpaði fram
gamanyrðum, eða hann átti tal við okkur börnin og
lét okkur lesa, eða hann stýrði mannfundum bænd-
anna og hélt á málum þeirra utan sveitar og innan —
aldrei gat skeikað um prúðmennskuna og virðuleikann.
Sá virðuleiki virðist mér nú, skoðaður í mildu ljósi minn-
inganna, hafa verið ein af Guðs gjöfum hans, allsendis
óskyld hinni áunnu ,,gentle“-mennsku nútímans.
Og samt, — samt var það hann, þessi tigni maður af
Guðs náð — sem hafði ort barnaljóðin blíðu, er „barna-
varirnar ómuðu“ sem sína fyrstu andlegu íþrótt á vegum
Guðs: „Hvað þú, minn Guð, ert góður,“ Hver er mestur
yðar allra,“ „Þú enn ert svo lítill, þú enn ert svo smár,“