Kirkjuritið - 01.01.1948, Qupperneq 68
66
KIRKJURITIÐ
valið sér að frelsishátíð, því að það er meira en ævintýr
og á brýnt erindi til vor.
Islenzka þjóðin hefir um liðnar aldir leitað óskasteinsins.
Og sú leit hefir stundum orðið erfið og sár, um kletta og
klungur, milli elds og ísa, við skort og hungur, eymd og
kúgun. En gangan léttist. „Síðast birtir aftur,“ eins og
skáldið kveður:
Þannig fór: í þúsund ár
þú hefir lífi varizt;
þakkaðu Guði, þerrðu tár,
þú hefir mikið barizt.“
Nú er svo komið, að þjóðin hefir eignazt miklu meira
en eldri kynslóðina dreymdi um í æsku. Hún á sinn haf-
skipastól og annast sjálf siglingar og viðskipti við aðrar
þjóðir. Framfarir hennar í margháttuðu atvinnulífi eru
svo, að undrum sætir, eins og hún sé að nema á ný land
sitt og fiskimið. Og þetta er samfara því, að hún fær
fyrir 29 árum sinn fullveldisdag, er eiginn fáni blaktir yfir
henni fyrsta sinni, og fyrir 3—4 árum sinn lýðveldisdag,
er æðsta vald hennar flyzt aftur inn í landið og hún býst
til að taka öll sín mál í sínar hendur.
Hefir hún þá ekki í raun og veru fundið óskasteininn —
frelsið og sjálfstæðið?
Það fer allt eftir því, hvernig farið er innri þroskanum.
Helzt hann í hendur við hinn ytra? Ella er aðeins fundið
skraut og tildur — yfirborðsgljái. Horfir þjóðin af meiri
bjartsýni en áður á líf sitt? Hefir himinn hennar hækkað,
landið orðið fegurra og helgara, sál hennar þroskazt í því,
sem æðst er og bezt?
Ég ætla ekki að gerast dómari um það. En ég hygg,
að oss sé hollt að trúa því og treysta, að óskasteinninn
sé að minnsta kosti nálægt oss, og að vér getum höndlað
hann.
1 þvi trausti á þjóðin nú að heyja áfram frelsisbaráttuna
innra og ytra.