Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1948, Síða 73

Kirkjuritið - 01.01.1948, Síða 73
GUÐSPJALLIÐ Á SNORRAHÁTÍÐINNI 71 Guðspjall þessa helgidags er ein þeirra frásagna, er getur tess, að Jesús mettar fjölda manns af fáeinum brauðum- °g fiskum. Um þessar frásagnir guðspjallanna hefir verið rnikið deilt. Vilja sumir bera brigður á sannleiksgildi þeirra. I dag læt ég þær deilur fram hjá mér fara. Aðeins vil ég taka það fram, að þeir, sem þessar sögur skráðu, guðspjalla- rnennirnir, trúðu þeim án efa og sögðu frá þessum atburð- rrrn sem algerri staðreynd. Ég vil og benda á, að tilveran er næsta dularfull og oss mönnum enn að miklu hulin. Vér trúum á almáttugan og eilífan Guð, sem að baki henni býr, sem allt hefir skapað. Vér viðurkennum, að lögmál tilverunnar hafi hann í hendi sér — að allt vald sé hans. Hví skyldi hann þá ekki hafa megnað að gefa sínum elskaða syni, Jesú Kristi, vald til þess og mátt að metta 4—5 þús- undir manna á fáeinum fiskum og brauðum? Ég get ekki að því gert, að mér finnst broslegt að deila um slíkt. Sýnu nær er að íhuga þessi undur guðlegs máttar með hugarfari trúaðs — leitandi manns — og láta þessi tákn Guðs ást- semda og náðar verma hjörtu vor og gera oss að sönnum lærisveinum Jesú Krists. En af þessari frásögn um mettun þúsundanna má margt fleira læra. Engin frásaga guðspjallanna flytur oss boðskap fyllri lífsvonar né lífshamingju. Þar birtist oss í hinni æðstu mynd auðgi lífsins og vald andans yfir efninu. Þar birtist oss, svo að ótalmargt annað sé ekki nefnt, hvað kristin- dómurinn hefir oss mönnunum að flytja, og hversu fátækur sá er, sem fer á mis við allan hans himneska auð. Þennan boðskap hefir kirkja Krists í 19 aldir boðað mannkyninu án afláts. Hún hefir orðið að þola margt mótdrægt í því starfi sínu, og játað skal, að margt hefir henni mistekizt, enda ekki við öðru að búast, þar sem þjónar hennar hafa verið ófullkomnir menn — aðeins trúað á það, að Jesús Kristur væri vegur, sannleikur og líf. Ég stend ekki hér í prédikunarstóli í dag til að bera sakir af kirkju Krists, enda annað þarfara. Aðalatriðið er, að meistarinn sjálfur, Jesú Kristur, er án saka, hreinn,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.