Kirkjuritið - 01.01.1948, Side 75
73
GUÐSPJALLIÐ Á SNORRAHÁTÍÐINNI
fræðslu sína og þekkingu frá kirkjunnar mönnum. .Tá,
kirkjan var þá mikið ljós í landi voru. Hún var móðir
æenntanna og boðberi himneskra sanninda — vinur lítil-
magnans engu síður en höfðingjans. Án kirkjunnar voru
enSar bókmenntir — enginn sögulegur arfur varðveittur.
Og um allar aldir síðan hefir það verið kirkjan, sem bar
]jós menningarinnar hæst í þessu landi. Prestsetrin voru
skólasetur og kristnar miðstöðvar í landinu um allar liðnar
aldir. Ávöxturinn af þessu starfi er ekki lítill. Það væri
sannarlega merkilegt rannsóknarefni að ganga úr skugga
Um. hvað andans menn þjóðar vorrar eiga kirkjunni upp
aÖ unna fyrr og síðar.
Ég óttast ekki niðurstöður slíkra rannsókna fyrir hönd
kirkjunnar.
Um þessar mundir var enn mikill mannf jöldi saman kom-
mn. Höfðu þeir ekkert til matar, og kallaði hann á læri-
sveinana og segir við þá: Ég kenni í brjósti um mann-
fjöldann
Hinir hungruðu urðu mettir í návist Jesú Krists.
Kirkja hans, lærisveinar hans hafa ekki gert né gera
kraftaverk á borð við mettun þúsundanna, er guðspjall
vort í dag greinir frá. En þó er allt hið mikla starf, sem
unnið hefir verið í nafni Jesú Krists orðið sannkallað dá-
semdarverk. Frækornið smáa hefir vaxið. Þrátt fyrir alla
skuggana hefir ljós trúar, menningar og manngöfgi breiðzt
út — lýst æ fleirum og betur. Nú er svo komið, að kirkjan
rekur ekki skólana, að fleiri skrifa bækur en prestar og
munkar, aðrir hýsa vegmóða menn og lækna sjúka en
kirkjunnar menn. — En hverjir hófu merkið? Voru það
ekki kirkjunnar menn, sem gengu fram fyrir skjöldu?
Var það ekki kirkjan, sem fyrst fór að dæmi meistarans
°g kenndi í brjósti um mannfjöldann og leysti hann frá
hungri vanþekkingar og trúleysis? Er ekki sem hér hafi
gerzt kraftaverk, þótt í óbeinum skilningi sé, kraftaverk
únnið af kirkjunni í nafni Jesú Krists?