Kirkjuritið - 01.01.1948, Side 77
GUÐSPJALLIÐ Á SNORRAHÁTÍÐINNI 75
Guðspjall vort skýrir frá því, að fólkið kom til hans—leit-
aði hans — hlýddi á hann — trúði á hann. Þessu fólki veitti
hann líkn sína og miskunn. Hann gerði kraftaverk til að
hjálpa þvi. I dag þörfnumst vér hjálpar hans. Mannkynið allt
t»arf að breyta um hugarfar. Á öld sérþekkingar og tækni
það refilstigu sakir skorts á kærleika og samúð — sakir
skorts á trú á góðan Guð — sakir skorts á vilja til að
fyigja syni hans.
I upphafi Eddu sinnar segir Snorri Sturluson, að al-
raáttugur Guð hafi í upphafi skapað himin og jörð og
alla þá hluti, er þeim fylgja, og síðast mennina tvo, er
ættir eru frá komnar. Hann getur þess og, að menn síðar
týndu Guði sínum og fóru vílltir vegarins. Mættum vér
ekki einnig muna þetta i dag, er vér minnumst hans og
þökkum honum. Bendir það ekki til, að hann hafi óttast
guðleysi sinna tíma?
Maður, þú ert ekki fær um að vera einn. Án Guðs þíns
°g skapara ertu ekkert nema hismið fánýtt og snautt.
Leitaðu, maður, leitaðu þér hjálpar, frelsis og hamingju
í Guði föður þínum. Komdu til móts við son hans. Af fátækt
sinni mettar hann ekki einungis 4—5 þúsundir, heldur allar
nrilljónir jarðarinnar, ef þær vilja koma og láta hann
seðja hungur sitt.
I einum sálmi Gamla-testamentisins segir, að Guð
sendi út anda sinn og endurnýi ásjónu jarðar. Mundi þess
ekki rík þörf einmitt nú, að Guð sendi sinn himneska anda,
sinn himneska kraft yfir oss og gerði oss að nýjum og
betri mönnum, sem ættu þá hugsjón æðsta að gera vilja
hans — láta ríki hans koma svo á jörðu sem á himni.
Biðjum Guðs góða son að hjálpa oss til að láta þá hug-
sjón rætast, það kraftaverk verða fullkomnað. ,
Einar Guönason.