Kirkjuritið - 01.01.1948, Page 81
ÁVÖRP TIL SÉRA FRIÐRIKS FRIÐRIKSSONAR 79
undir skólalærdóm sinn. Teljum vér oss það fremur til ágætis
un lýta, að vér erum ágjarnir á ágætismenn, sé ráðvendni gætt
i því efni. — Þá var oss og kunnugt um, að heiðursgestur vor
hefir ávallt unnað Skagafirði og dáð fegurð héraðsins.
Hins vegar gengum vér þess eigi duldir, að vér höfðum ekki
á að haga móttökunum við heiðursgestinn með þeirri rausn
°S prýði, sem hann verðskuldaði, og að allmjög mundi bresta
a Veizluhöld og þessháttar ytri vegsemd, á við það, sem nú
tíðkast í auðæfum höfuðstaðarins. En allir þeir, er þekkja
hinn fordildarlausa gest vorn, Ijúfmennið mikla, setja þetta
ekki fyrir sig. Og vér vonum, og vitum það raunar, að hann
hefir tekið boði voru og öllu, sem hér hefir að höndum borið,
^eð hinni alkunnu ljúfmennsku sinni og lítillæti.
1 upphafi þessara ávarpsorða komst ég svo að orði, að ég taldi
^ér til heilla, að vera nú hér ásamt séra Friðrik á Hólastað.
Hg vil bæta því við, að ég hefi aldrei með honum verið nokkra
stund æfi minnar svo, að það hafi ekki orðið mér til heilla og
sálubóta.
Pöstudaginn 8. ágúst hélt séra Friðrik austur yfir Stóra-
Vatnsskarð, inn í hérað vort. Við mættumst þá í Varmahlíð.
Síðan hefi ég verið með honum allar þær stundir, sem ég hefi
uiatt af sjá vegna anna. En ég hefi verið svo óheppinn, að sam-
stundir okkar hafa orðið færri en ég ætlaðist til, og veldur þvl
sjukleiki á heimili mínu. En allar samverustundir okkar hafa
orðið mér nú sem fyrr heilla og gleðistundir. Svo myndi og
hverjum þykja, sem kynnzt hafa heiðursgesti vorum.
Ég veit, að séra Friðrik hefir fundið það, hvarvetna sem
hann hefir komið hér í Skagafirði, að hann er hinn mesti
aufúsugestur meðal Skagfirðinga. Og svo mun verða hér eftir,
hvar sem hann kemur í þessari heimsókn sinni.
Ég vil nú binda enda á þessi ávarpsorð mín með því að votta
honum í nafni sýslunefndar vorrar og allra Skagfirðinga hjart-
anlegar þakkir fyrir komuna hingað, — að hann gerði oss
þann sóma að þiggja heimboð vort. Ég vil mega vona, að koma
hans hingað hafi orðið og verði honum til ánægju, og að fagrar
hyggðir fjarðarins okkar hafi bætt honum upp það, sem að
öðru leyti var ábótavant við móttökurnar af vorri hálfu.
Allar beztu heillaóskir vorar fylgja þér, séra Friðrik.
Og að lokum vildi ég sagt hafa: