Kirkjuritið - 01.01.1948, Síða 83
ÁVÖRP TIL SÉRA FRIÐRIKS FRIÐRIKSSONAR 81
Ave te, Friðrik Friðriksson, doctor theologiæ, auctor socie-
tatis juventutis christianæ Islandiæ — juvenis mox octoginta
ar>nos natu.
Sit gloria Deo — qui te nobis dedit.
Þýðing.
Avarp:
Samansöfnuðu feður, samkvæmisgestir, Friðrik Friðriksson
theol., formaður K. F. U. M.. Ég býð þig velkominn í vom
hóp og ávarpa þig á latínu með fáeinum orðum.
Fyrirgefðu dirfsku mína, því að ég er klaufi í latínu og ekki
=æddur hæfileikum ræðumannsins. „Nú er hátíðisdagur, nú er
tJrni til að gleðjast, tími til að láta gamanyrði fjúka og tími
til að brosa,“ því að nú höfum við þig í vorum hópi, heilbrigðan,
hraustan, málreifan og brosandi mildilega.
Þú — séra Friðrik Friðriksson — ert oss öllum mikill aufúsu-
gestur, vér elskum þig og dáum þig. Hvers vegna?
Vegna göfugmennsku þinnar, vegna grandvarleika þíns, vegna
Safna þinna, vizku þinnar og lærdóms, vegna kunnáttu þinnar
\ iatneskum og íslenzkum bókmenntum, vegna vinarþels þíns og
arvekni, vegna heilags lífernis þíns og trúar þinnar og kærleika
til Guðs, Jesú Krists vors lausnara og heilags anda.
Hér við bætist: Þú ert höfundur stærsta félagsskaparins,
sern myndazt hefir nokkru sinni innan íslenzku kirkjunnar —
F. F. U. M. — Þessi félagsskapur hefir undir stjóm þinni og
vinar þíns, Bjarna Jónssonar vígslubiskups Skálholtsstiftis,
vaxið frá örsmáu frækorni til stórrar eikur, sem nú breiðir
brum sitt mót himni.
Félagsskapur þessi — K. F. U. M. — hefir flutt kirkju vorri,
Hytur og mun flytja sæta ávexti æskunnar, sem aldrei fellur,
fetar í fótspor hans og hefir hlotið frelsi vegna blóðs hans,
sem úthellt var á krossinum á Golgata.
Fyrir svo marga — svo mikla og þvílíka verðleika og vel-
gjörninga flytjum vér þér, Friðrik Friðriksson, hið mesta lof
°g innilegustu þakkir.
Heill þér, Friðrik Friðriksson, dr_ theol., stofnandi K. F. U. M.,
unglingurinn, bráðum áttátíu ára gamall.
Guði sé lof, sem gaf oss þig.
Guöbrandur Björnsson.
6