Kirkjuritið - 01.01.1948, Page 86
84
KIRKJURITIÐ
öðrum salarkynnum, sem söfnuðirnir gætu haft umráð yfir.
Myndi það einkum æskilegt sökum æskulýðsstarfsemi kirkj-
unnar. Margir tóku í sama streng, og gjörði biskup m. a.
grein fyrir störfum kirkjuráðs að þessum málum, útvegun
kvikmyndavéla og kvikmynda handa prestum og söfnuðum.
Að lokum var samþykkt í einu hljóði svofelld tillaga:
Aðalfundur Prestafélags íslands 1947 lýsir ánægju sinni
yfir því starfi, sem hafið er innan kirkjunnar: notkun kvik-
mynda. Jafnframt beinir fundurinn þeirri áskorun til kirkju-
ráðs, að unnið sé áfram að útvegun kvikmyndavéla og kvik-
mynda kristilegs eðlis fyrir söfnuði landsins, og það skipuleggi
starfið, svo að það komi að sem beztum notum.
Um kvöldið fyrri fundardaginn flutti séra Valdimar J. Ey-
lands erindi um kristnilíf Vestur-Islendinga, og var því útvarpað.
Fundarstörf næsta dag hófust með morgunbænum. Séra
Hálfdan Helgason, prófastur, las Ritningarkafla og bað bænar.
Séra Jóhann Hannesson hafði framsögu um heiðingjatrú-
boð, rakti í fáum dráttum sögu þess og lýsti því, hvernig það
væri skipulagt nú á dögum. Eftir nokkrar umræðúr var þessi
tillaga samþykkt:
Aðalfundur Prestafélags íslands 1947 álítur, að það sé til
heilla fyrir kristnilíf þjóðarinnar, að unnið sé að eflingu
kristniboðshugsjónarinnar hér á landi, og mælir með því, að
haldnar séu kristniboðsguðsþjónustur í kirkjunum, og söfnuð-
irnir séu fræddir um kristniboð.
Séra Guðbrandur Bjömsson prófastur las skýrslu og tillögur
nefndar þeirrar, sem Prestafélagið hafði skipað til að athuga
samningu námsskrár í gagnfræðaskólum landsins og kristin-
dómsfræðsluna þar. Er séra Guðbrandur formaður, en með-
nefndarmenn hans: Séra Árni Sigurðsson ritari, séra Jakob
Jónsson, varaformaður, séra Jón Guðnason og séra Jón Þor-
varðsson.
Tillögur nefndarinnar voru þessar og hlutu samþykki fund-
arins:
1. Aðalfundur Prestafélags íslands 1947 leggur til, að trú-
arbragðafræðsla fari fram í öllum bekkjum gagnfræðastigsins,
2 stundir á viku. í fyrsta bekk sé lögð megináherzla á biblíu-
sögur, er taki við af biblíusögum bamaskólanna, og fari þá