Kirkjuritið - 01.01.1948, Síða 88
86
KIRKJURITIÐ
Aðalfundur Prestafélags Suðurlands
var haldinn á Þingvöllum dagana 31. ágúst og 1. sept. s. 1. Hófst
hann með guðsþjónustu í Þingvallakirkju, þar sem séra Sveinn
Víkingur prédikaði, en séra Garðar Svavarsson þjónaði fyrir
altari. Á sunnudagskvöldið flutti séra Valdimar J. Eylands
fróðlegt og skemmtilegt erindi í kirkjunni um kirkjulíf meðal
Vestur-íslendinga. Aðalumræðuefni fundarins var að þessu
sinni: Fermingin og fermingarundirbúningurinn, og höfðu
framsögu í því máli séra Arngrímur Jónsson í Odda og séra
Jakob Jónsson, Reykjavík. Urðu fjörugar umræður um málið.
Síðar á fundinum flutti séra Jóhann Hannesson þýtt erindi
eftir Karl Barth. Fundurinn var vel sóttur, og lauk honum með
sameiginlegri altarisgöngu fundarmanna í Þingvallakirkju,
þar sem séra Sigurður Pálsson þjónaði fyrir altari.
Stjórn félagsins var endurkosin, en hana skipa nú:
Séra Hálfdan Helgason, prófastur að Mosfelli,
séra Sigurður Pálsson í Hraungerði
og séra Garðar Svavarsson, Reykjavík.
Hálfdan Helgason.
Aðalfundur Hallgrímsdeildar.
Prestafélagsdeildin „Hallgrímsdeild“ hélt aðalfund sinn að
Hvammi og Kvennabrekku í Dölum dagana 30. og 31. ágúst
1947.
Var það fjölsóttasti fundur, sem deildin hefir haldið allt frá
stofnun hennar 1930.
17 deildarmenn sátu fundinn, og fjórir nýir meðlimir gerðust
félagar í deildinni: Séra Guðmundur Sveinsson, séra Leó
Júlíusson, séra Lárus Halldórsson og séra Ingólfur Ástmarsson.
Formaður deildarinnar, séra Magnús Guðmundsson í Ólafs-
vík, setti fundinn í Hvammskirkju í Dölum, og við það tæki-
færi var sunginn sálmur, er hann nýlega hafði ort (og prentaður
er á öðrum stað hér í ritinu).