Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1948, Page 90

Kirkjuritið - 01.01.1948, Page 90
88 KIRKJURITIÐ arinnar og reikningar. Framsögu hafði séra Einar Sturlaugsson, prófastur. Gat hann þess m. a., að á árinu hefði verið gefið út rit félagsins, „Lindin.“ Helztu mál fundarins voru þessi: 1. Heimilið, skólinn, kirkjan. Framsögumaður séra Þor- steinn Jóhannesson, prófastur í Vatnsfirði. Umræður urðu miklar. Að þeim loknum var samþykkt svohljóðandi ályktun: „Fundurinn lítur svo á, að trúarlegu uppeldi barna sé mjög áfátt, og telur, að kirkjan verði að hafa forgöngu um þetta mál og leita náinnar samvinnu við heimili og skóla til þess að fá því framgengt." 2. mál fundarins var: Hvíldardagurinn. Framsögu í því máli hafði séra Jón Kr. ísfeld frá Bíldudal. Eftir miklar um- ræður var samþykkt eftirfarandi tillaga: „Fundurinn leggur áherzlu á, að framfylgt sé lögum um almannafrið á helgidögum þjóðkirkjunnar. Beiti kirkjan sér ákveðið fyrir friðun helgidagsins, hvað vinnu og skemmtanalíí snertir, og leiti til þess samvinnu við verklýðsfélög, íþrótta- og ungmennafélög og annan hlutaðeigandi félagsskap." 3. mál var: Nafngiftir, framsögumaður séra Þorsteinn Björnsson frá Þingeyri. Samþykkt var tillaga svohljóðandi: „Aðalfundur Prestafélags Vestfjarða skorar á kirkjustjórn landsins að hlutast til um, að heimspekideild Háskóla íslanas gefi út skrá um mannanöfn, sem lög um nafngiftir, frá 1925, gera ráð fyrir, að deildin gefi út prestum til leiðbeiningar, og sjái kirkjustjórnin um, að nefndum lögum verði framfylgt, eða að öðrum kosti verði lögin úr gildi felld.“ 4. mál: Kirkjuleg löggjöf og skýrslur presta, framsögu- maður Einar Sturlaugsson. Samþykkt tillaga í því máli: „Aðalfundur Prestafélags Vestfjarða endurtekur fyrri álykt- anir sínar um áskorun til kirkjuyfirvalda landsins, að sjá um endurskoðun og heildarútgáfu kirkjulegrar löggjafar, sem fyrst og bendir á í því sambandi og þakkar þingsályktunar- tillögu Hannibals Valdimarssonar á síðasta þingi um sama efni.“ 5. mál: Prestarnir og fermingarbörnin, framsögumaður séra Jón Kr. ísfeld. Samþykkt tillaga: „Fundurinn lítur svo á, að glæða beri á allan hátt áhuga fermingarbarna á jákvæðu starfi í þágu kirkju- og safnaðar- mála og fá þau til að taka þátt í því.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.