Kirkjuritið - 01.01.1948, Blaðsíða 90
88
KIRKJURITIÐ
arinnar og reikningar. Framsögu hafði séra Einar Sturlaugsson,
prófastur. Gat hann þess m. a., að á árinu hefði verið gefið út
rit félagsins, „Lindin.“
Helztu mál fundarins voru þessi:
1. Heimilið, skólinn, kirkjan. Framsögumaður séra Þor-
steinn Jóhannesson, prófastur í Vatnsfirði. Umræður urðu
miklar. Að þeim loknum var samþykkt svohljóðandi ályktun:
„Fundurinn lítur svo á, að trúarlegu uppeldi barna sé mjög
áfátt, og telur, að kirkjan verði að hafa forgöngu um þetta
mál og leita náinnar samvinnu við heimili og skóla til þess
að fá því framgengt."
2. mál fundarins var: Hvíldardagurinn. Framsögu í því
máli hafði séra Jón Kr. ísfeld frá Bíldudal. Eftir miklar um-
ræður var samþykkt eftirfarandi tillaga:
„Fundurinn leggur áherzlu á, að framfylgt sé lögum um
almannafrið á helgidögum þjóðkirkjunnar. Beiti kirkjan sér
ákveðið fyrir friðun helgidagsins, hvað vinnu og skemmtanalíí
snertir, og leiti til þess samvinnu við verklýðsfélög, íþrótta-
og ungmennafélög og annan hlutaðeigandi félagsskap."
3. mál var: Nafngiftir, framsögumaður séra Þorsteinn
Björnsson frá Þingeyri. Samþykkt var tillaga svohljóðandi:
„Aðalfundur Prestafélags Vestfjarða skorar á kirkjustjórn
landsins að hlutast til um, að heimspekideild Háskóla íslanas
gefi út skrá um mannanöfn, sem lög um nafngiftir, frá 1925,
gera ráð fyrir, að deildin gefi út prestum til leiðbeiningar, og
sjái kirkjustjórnin um, að nefndum lögum verði framfylgt,
eða að öðrum kosti verði lögin úr gildi felld.“
4. mál: Kirkjuleg löggjöf og skýrslur presta, framsögu-
maður Einar Sturlaugsson. Samþykkt tillaga í því máli:
„Aðalfundur Prestafélags Vestfjarða endurtekur fyrri álykt-
anir sínar um áskorun til kirkjuyfirvalda landsins, að sjá um
endurskoðun og heildarútgáfu kirkjulegrar löggjafar, sem
fyrst og bendir á í því sambandi og þakkar þingsályktunar-
tillögu Hannibals Valdimarssonar á síðasta þingi um sama efni.“
5. mál: Prestarnir og fermingarbörnin, framsögumaður séra
Jón Kr. ísfeld. Samþykkt tillaga:
„Fundurinn lítur svo á, að glæða beri á allan hátt áhuga
fermingarbarna á jákvæðu starfi í þágu kirkju- og safnaðar-
mála og fá þau til að taka þátt í því.“