Kirkjuritið - 01.01.1948, Side 96
94
KIRKJURITIÐ
Bœkur.
Saga kristinnar kirkju, kennslubók eftir Magnús Jónsson, pró-
fessor, dr. theol. Reykjavík 1941—46, 512 síður. .
Bók þessi er miðuð við þarfir Guðfræðideildar, en ekki ein-
göngu. Því af henni getur hver sem er, fengið nauðsynlegt yfir-
lit yfir þessa merkilegu sögu merkrar stofnunar, sem mótað
hefir menningu heimsálfa. Guðfræðinemum hefir hún verið
mjög kærkomin, því eins ýtarleg og greinagóð og Almenna
kristnisaga Jóns biskups Helgasonar er, þá hefir hún einnig þótt
of löng til náms. Þar að auki hefir hún verið nær ófáanleg.
Því var það þarft verk og gott að semja og láta prenta þessa
bók. En það er einnig visst, að til þess muni prófessor Magnús
ætlast við guðfræðinema, að þeir lesi hana til þess að skapa sér
grind til að bera uppi enn meiri þekkingu.
Nú er svo komið, að Kristnisaga ísland eftir Jón biskup
Helgason er með öllu ófáanleg. Þar bíður prófessors Magnúsar
verkefni, ekki sízt þar sem mörg atriði, er snerta miðalda-
kirkjuna og sögu hennar, eru á reiki og þurfa rannsóknar við.
Guðfræðingar landsins standa í þakkarskuld við prófessor
Magnús. En ekki þeir einir, heldur alþjóð. Því að öll þau ritverk,
sem stuðla að því að halda menningarsögunni við og auka hana,
þau eru þjóðareign. Enn er menning okkar kristin. En guðfræð-
jngar vona, að skuldin verði enn meiri.
Ytri frágangur bókarinnar er góður og prentvillur fáar.
Hallgrímur Pétursson, ævi hans og starf, eftir Magnús Jóns-
son, prófessor, dr. theol. I.—II., Reykjavík 1947.
Hér birtist ævisaga skáldsins og prestsins í Saurbæ, sú ýtar-
legasta, sem enn hefir komið út. Og sennilega munu langir tímar
líða, unz annar reynir að skrá sögu Hallgríms á nýjan leik.
Ótrúleg vinna er falin í þessari bók. Margra ára lestur og íhug-
un. En slíkt er einnig nauðsynlegt til þess að vinna jafnmikið
verk. Efnið þarf að liggja í dái í undirvitundinni til þess, að
hægt sé að tileinka sér það að fullu og persónurnar lifni við og
stígi út úr ramma sögúnnar, klæddar holdi og blóði, gáeddar
mannlegum tilfinningum. Það eitt er mikið verk að skilja og
gera sér grein fyrir lífinu á 17. öld, aðstæðum og hugsunarhætti
manna þá. En er það ékki táknrænt fyrir efnismeðferð prófessors