Kirkjuritið - 01.04.1950, Blaðsíða 47
TRÚIN Á DAUÐANN OG DJÖFULINN 115
þar sem ég sé að það á við. Minn seinasti texti var: „Ver-
ið ekki reiðinnar börn, heldur Ijóssins börn.“ (Bréf bls.
258).
Til sama 1878:
„Þú trúir ekki, hver viðbjóður brennur í mér gegn húm-
bugi kreddanna. Norska synódan er mér hrein og bein
viðurstyggð og lítið þægilegri en autodaféar og galdra-
brennur 16. aldarinnar. Hin orþodoxa trú meþódista, bapt-
ista og annarra kirkjulegra obscuranta stendur og fell-
Ur, hvað autoritet snertir, með hjátrúnni og — engu öðru“.
(Bls. 260).
Til sama 1891:
„Kalvin er að deyja og mætti vera dauður fyrir lifandi
löngu; en það er partur af gamla Lúther, sem seint eða
aldrei deyr. En stopp! Ég veit þú hefir aðrar skoðanir en
ég; en hví skyldi ég vera það hænsni að ljúga að vini
uiínum! Ég er óánægðastur við „kverið“, og það er synda-
straff að neyðast til að kenna krökkunum svo andlausa
°g ótímabæra bók. Kæmi hér upp frjálst blað, sem tæki
kirkjulegar greinar, skyldi ég opna munnholuna áður en
ég dey.“ „En vittu það fyrir víst, þótt þér eflaust þyki ég
frekur sem fríþenkjari, að sannri trú stendur enginn háski
uf minni kenningu .... Hið skynsamlega, háa, heil-
aga, hið eilífa endurgjalds- og framsóknarlögmál, vitnis-
burður hverrar heillar samvizku og allra tíma, allra stór-
menna, allra veralda og — last not least — Drottins Jesú
Krists. Þessi kvintessens verður með logandi fjöri, afli
°g sannfæringu og sífelldri bæn til Guðs, að vera vort
starf og kennimannsskapur.“ (Bls. 288).
Síra Jón Bjarnason taldi, að með útskúfunarkenning-
unni færi nálega allt, sem við köllum opinberun í þeim
gamla eða evangeliska skilningi. Þessu svarar Matthías
þannig:
„Samt er ég beinlínis á móti eilífri útskúfun sem
hreinu guðlasti eða bandvitlausum misskilningi blindra
°g hjátrúaðra alda. Hafi Kristur kennt hann (sem ég