Kirkjuritið - 01.04.1950, Blaðsíða 52
120
KIRKJURITIÐ
kallað er gott og illt í fari manna, eftir því hvernig and-
legum þroska þeirra er háttað. Gerir Jesús ráð fyrir þessu,
er hann segir, að góður maður beri gott fram úr góðum
sjóði hjarta síns, en vondur maður það, sem vont sé, og
er þá auðsætt, að hann telur, að til sé góðir menn engu
síður en vondir. Enda væri það óskiljanlegt, að hann gerði
þá kröfu til manna, að þeir ættu jafnvel að elska óvini
sína, og verða fullkomnir eins og þeirra himneski faðir
er fullkominn, ef hann teldi eðli þeirra gerspillt. A. m. k.
virðist hann þá gera allmiklu hærri kröfur til hinna ger-
spilltu manna, en Búi biskup og sálufélagar hans gera til
guðs síns, því að aldrei hefir heyrzt, að þeir geri ráð fyr-
ir, að guð elski óvini sína, né fyrirgefi þeim allt að sjötíu
sinnum sjö sinnum, nema þeir ,,trúi“ alveg á sérstakan hátt.
Er nú ekki úr vegi á þessu stigi málsins að rifja upp
nokkur atriði úr játningarritum „evangelisk-lúterskrar1 ‘
kirkju, sem sr. Sigurbjörn telur sáluhjálparatriði að fylgja,
og ótrúmennsku af islenzkri prestastétt að víkja frá.
1 annarri grein Ágsborgarjátningarinnar segir svo um
upprunasyndina: „Enn fremur kenna þeir (þ. e. hinir lút-
ersku söfnuðir), að frá falli Adams fæðist allir menn, sem
á eðlilegan hátt eru getnir, með synd, það er að skilja:
án guðsótta, án trausts til Guðs, og með tilhneigingu til
hins illa, og að þessi sjúkdómur eða upprunaspilling sé í
sannleika synd, dæmi seka, og steypi í eilífa glötun öll-
um þeim, sem ekki endurfæðast fyrir skírn og heilagan
anda.“
4. gr.: „Enn fremur kenna þeir, að mennirnir geti ekki
réttlætzt fyrir Guði af eigin kröftum, verðskuldan eða verk-
um, heldur réttlætist þeir án verðskuldunar vegna Krists
af trúnni, þegar þeir trúa því, að þeir séu teknir til náð-
ar, og syndirnar fyrirgefnar vegna Krists, sem með dauða
sínum hefir fullnægju gert fyrir syndir vorar. Þessa trú
reiknar Guð manninum til réttlætis fyrir sér, Róm. 3 og 4.“
9. gr.: Um skímina kenna þeir, að hún sé nauðsynleg
til sáluhjálpar, og að náð Guðs sé boðin fram í skíminni,