Kirkjuritið - 01.04.1950, Blaðsíða 60

Kirkjuritið - 01.04.1950, Blaðsíða 60
128 KIRKJURITIÐ Guðs og djöfulsins á dómsdegi. Djöfsi stendur í fyrstu sigri hrósandi. Mennirnir hafa gert ríki hans öflugt með löstum sínum og dyggðum, en þó einkum dyggðun- um. Hann hefir verið sá guð, sem mennirnir hafa raun- verulega elskað og sett traust sitt á. Og „vér munum fá ofbirtu í augun af þeim eilífa eldi, sem bíður þeirra, sem í raun og veru eru fallnir fyrir þessum óvini. Skelfingu lostnir munum vér þá skilja, hversu alvarlega vér höfum látið blekkjast . . . Þá mun verða augljóst og skýrt, að það mun ekki stoða oss neitt til varnar, að láta óvininn sjá það, sem vér höfum frá vorri eigin tilveru af góðum hugsunum, orðum og verkum, því að draumar og þrár hins mannlega hjarta eru illar frá barnæsku, jafnvel í augum Guðs (Gen. 6, 5), svo að óvinurinn hefir greini- lega á réttu að standa gagnvart oss, þar sem hann er í þeim rétti, sem byggist á dómi Guðs. Vér mundum til- heyra honum, vér mundum falla fyrir honum, ef þessi vondi dagur kæmi yfir oss, án þess vér hefðum íklæðzt alvæpni Guðs“ (bls. 198—99). „Hvers konar íklæðningu er hér um að ræða? Svarið getur aðeins verið hin glaða játning og hin glaða trú: Barn er oss fætt, sonur er oss gefinn! Um leið og vér ját- um með munninum og trúum með hjartanu: Oss gefinn, oss fæddur, þá íklæðumst vér alvæpni Guðs, sem vér mun- um standast með og sigra með í úrslitaorustunni á hinum vonda degi. Því Guð sjálfur, sem á þeim degi mun berjast fyrir oss og koma öllu til leiðar, hann hefir nafn og er persóna. Undir þessu nafni og í þessari persónu hefir Guð gert sjálfan sig oss líkan, og Guð hefir þar tekið á sig alla sekt hinnar mannlegu illsku og heimsku, þar hefir Guð sjálfur borið og burt borið hina gervöllu eilífu refs- ingu og neyð, sem varð að fylgja þessari sekt, svo að hún getur ekki, réttlætisins vegna, orðið oss tilreiknuð né á oss lögð" (bls. 200—201). „En munum vér þá tilheyra hans lýð, sem barizt verð- ur fyrir og sigurinn mun unninn fyrir? Vér höfum öll
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.