Kirkjuritið - 01.04.1950, Side 60

Kirkjuritið - 01.04.1950, Side 60
128 KIRKJURITIÐ Guðs og djöfulsins á dómsdegi. Djöfsi stendur í fyrstu sigri hrósandi. Mennirnir hafa gert ríki hans öflugt með löstum sínum og dyggðum, en þó einkum dyggðun- um. Hann hefir verið sá guð, sem mennirnir hafa raun- verulega elskað og sett traust sitt á. Og „vér munum fá ofbirtu í augun af þeim eilífa eldi, sem bíður þeirra, sem í raun og veru eru fallnir fyrir þessum óvini. Skelfingu lostnir munum vér þá skilja, hversu alvarlega vér höfum látið blekkjast . . . Þá mun verða augljóst og skýrt, að það mun ekki stoða oss neitt til varnar, að láta óvininn sjá það, sem vér höfum frá vorri eigin tilveru af góðum hugsunum, orðum og verkum, því að draumar og þrár hins mannlega hjarta eru illar frá barnæsku, jafnvel í augum Guðs (Gen. 6, 5), svo að óvinurinn hefir greini- lega á réttu að standa gagnvart oss, þar sem hann er í þeim rétti, sem byggist á dómi Guðs. Vér mundum til- heyra honum, vér mundum falla fyrir honum, ef þessi vondi dagur kæmi yfir oss, án þess vér hefðum íklæðzt alvæpni Guðs“ (bls. 198—99). „Hvers konar íklæðningu er hér um að ræða? Svarið getur aðeins verið hin glaða játning og hin glaða trú: Barn er oss fætt, sonur er oss gefinn! Um leið og vér ját- um með munninum og trúum með hjartanu: Oss gefinn, oss fæddur, þá íklæðumst vér alvæpni Guðs, sem vér mun- um standast með og sigra með í úrslitaorustunni á hinum vonda degi. Því Guð sjálfur, sem á þeim degi mun berjast fyrir oss og koma öllu til leiðar, hann hefir nafn og er persóna. Undir þessu nafni og í þessari persónu hefir Guð gert sjálfan sig oss líkan, og Guð hefir þar tekið á sig alla sekt hinnar mannlegu illsku og heimsku, þar hefir Guð sjálfur borið og burt borið hina gervöllu eilífu refs- ingu og neyð, sem varð að fylgja þessari sekt, svo að hún getur ekki, réttlætisins vegna, orðið oss tilreiknuð né á oss lögð" (bls. 200—201). „En munum vér þá tilheyra hans lýð, sem barizt verð- ur fyrir og sigurinn mun unninn fyrir? Vér höfum öll

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.