Kirkjuritið - 01.04.1950, Blaðsíða 65
TRÚIN Á DAUÐANN OG DJÖFULINN 133
Þá er vikið að trú og verkum samkvæmt kenningu Lút-
hers. Lærir maður það á bls. 15, að „trúarlífið, guðrækn-
in, breytnin — þetta allt er ekkert annað en dulbúin sjálfs-
elska og eigingimi.“ Trúin er rétt grundvallarafstaða til
Guðs. Menn eiga að þjóna Guði vegna Guðs, en ekki
vegna heimsins.
Næst fræðist maður um það, að á Norðurlöndum séu
sterkustu vígi lútherskrar kristni í veröldinni. Frægasti
kappi þessa málstaðar er Hallesby. Er skýrt frá hinu
skínandi fordæmi hans á bls. 33.
Þegar Berggrav biskup sá, að norska kirkjan fékk ekki
staðizt yfirgang nazista, nema hún stæði heil og óskipt,
sótti hann Hallesby heim og tjáði honum samstarfsvilja
sinn. Hallesby svarar: ,,Ég vinn aldrei að því, sem nýguð-
fræði kemur nærri.“ „Hvað kallið þér nýguðfræðing?"
spyr Berggrav. „Það skal ég segja yður. Það er sá guð-
fræðingur, sem þannig lítur á Heilaga Ritningu, að hann
fær eigi játað játningum kirkjunnar, nema þá með fyrir-
vara. Ég á samstarf með öllum þeim, sem afdráttarlaust
játa játningum hinnar evangelisk-lútersku kirkju. Og
lengra get ég rétt hönd. Ég krefst ekki Ágsborgarjátning-
arinnar. Ég fæ unnið með þeim, er játar hinni postullegu
Játningu. Já, og enn lengra get ég farið. Ég nefni aðeins
aðra greinina og þó ekki nema tvo liði þeirrar greinar:
Meyjarfæðinguna og líkamlega upprisu Krists. Þeir, sem
Játa þeim afdráttarlaust, hljóta að játa Guðs orð réttilega.
Bravó fyrir Hallesby! Er þetta ekki dásamlegt! Hann
telur sér á engan hátt fært að styðja þjóð sina gegn er-
lendri kúgun, nema hún játi fyrst trú sína á meyjarfæð-
inguna. Hann er auðvitað að þjóna Guði vegna Guðs, en
ekki vegna samborgara sinna! Og Guði verður ekkert gagn
að þjónustunni, nema „játað sé afdráttarlaust" trú á
Tiey jarfæðinguna!
Þá veit maður það, hversu víðsýnt er af hátindi hinn-
ar lútersku kristni í veröldinni nú sem stendur.