Kirkjuritið - 01.04.1950, Blaðsíða 23

Kirkjuritið - 01.04.1950, Blaðsíða 23
HVAÐ Á ÉG AÐ GJÖRA VIÐ JESÚ? 91 Heródes vildi einnig hitta Jesú. Það stendur í heilagri ritningu, að þegar Heródes fékk að sjá Jesú, varð hann glaður, því hann hafði um langt skeið viljað sjá hann. Var það máske vegna þess, að Heródes hafi viljað verða lærisveinn Jesú, að hann gladdist yfir því að hitta hann? Nei, því það er sagt, að hann hafi vonazt eftir að sjá hann gjöra einhver teikn. Heródes vildi njóta á kostnað Jesú. Komið gæti til mála, að hann fengi að sjá kraftaverk leyst af hendi eða fengi að heyra ný heimspekileg sann- indi, jafnvel að lenda sjálfur í einhverju, sem skemmti- legt væri að segja frá við máltíð í næsta samkvæmi. Lítur ekki margur þannig á trúna? Menn hafa ekki neitt á móti fáguðu tali, röggsamlegri predikun, fallegri kirkjulegri list, fögrum andlegum hljómleikum og söng. Þetta allt veitir tækifæri til, að hægt sé að njóta. „Kona skal vera trúuð, það fer henni vel,“ skrifar rithöfundur einn. Já, við öll erum fær um svo mikla trú, að hún „fari okkur vel“, en að vera kristin í raun og sannleika, því er öðru máli að gegna. Hvað á ég að gjöra við Jesú? Pílatus er ljóst dæmi allra þeirra, sem halda, að þeir þurfi ekki að svara þessari spumingu og þar með kom- ist hjá því að veíja. Þeir ásaka meðbræður sína um óheppilegt ástand. Þeir vilja vera bæði vinir Guðs og heimsins, gjörsamlega eins og Pílatus, sem vildi vera bæði vinur keisarans og fjöldans. Hann reyndi að finna eitt- hvert fylgsni. Hann fór fram á meðaumkun fjöldans. Eins og að gasprandi múgur hafi nokkru sinni kennt í brjósti um sína blóðugu fóm. Þegar ekkert heppnaðist af tilraun- um hans, þvoði hann hendur sínar til að votta sakleysi sitt. Hvað eigum við, ég og þú, að gjöra við Jesú? Við verð- um að velja. Það er ekki hægt að ganga fram hjá þess- ari spurningu í lífinu. Lærisveinamir hafa vísað oss veginn. Um þá er þetta sagt: Þeir yfirgáfu allt og fylgdu honum. Ingrid ATbiner.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.