Kirkjuritið - 01.04.1950, Page 23
HVAÐ Á ÉG AÐ GJÖRA VIÐ JESÚ?
91
Heródes vildi einnig hitta Jesú. Það stendur í heilagri
ritningu, að þegar Heródes fékk að sjá Jesú, varð hann
glaður, því hann hafði um langt skeið viljað sjá hann.
Var það máske vegna þess, að Heródes hafi viljað verða
lærisveinn Jesú, að hann gladdist yfir því að hitta hann?
Nei, því það er sagt, að hann hafi vonazt eftir að sjá hann
gjöra einhver teikn. Heródes vildi njóta á kostnað Jesú.
Komið gæti til mála, að hann fengi að sjá kraftaverk
leyst af hendi eða fengi að heyra ný heimspekileg sann-
indi, jafnvel að lenda sjálfur í einhverju, sem skemmti-
legt væri að segja frá við máltíð í næsta samkvæmi. Lítur
ekki margur þannig á trúna? Menn hafa ekki neitt á móti
fáguðu tali, röggsamlegri predikun, fallegri kirkjulegri list,
fögrum andlegum hljómleikum og söng. Þetta allt veitir
tækifæri til, að hægt sé að njóta. „Kona skal vera trúuð,
það fer henni vel,“ skrifar rithöfundur einn. Já, við öll
erum fær um svo mikla trú, að hún „fari okkur vel“, en
að vera kristin í raun og sannleika, því er öðru máli að
gegna. Hvað á ég að gjöra við Jesú?
Pílatus er ljóst dæmi allra þeirra, sem halda, að þeir
þurfi ekki að svara þessari spumingu og þar með kom-
ist hjá því að veíja. Þeir ásaka meðbræður sína um
óheppilegt ástand. Þeir vilja vera bæði vinir Guðs og
heimsins, gjörsamlega eins og Pílatus, sem vildi vera bæði
vinur keisarans og fjöldans. Hann reyndi að finna eitt-
hvert fylgsni. Hann fór fram á meðaumkun fjöldans. Eins
og að gasprandi múgur hafi nokkru sinni kennt í brjósti
um sína blóðugu fóm. Þegar ekkert heppnaðist af tilraun-
um hans, þvoði hann hendur sínar til að votta sakleysi
sitt.
Hvað eigum við, ég og þú, að gjöra við Jesú? Við verð-
um að velja. Það er ekki hægt að ganga fram hjá þess-
ari spurningu í lífinu.
Lærisveinamir hafa vísað oss veginn. Um þá er þetta
sagt: Þeir yfirgáfu allt og fylgdu honum.
Ingrid ATbiner.