Kirkjuritið - 01.04.1950, Blaðsíða 36

Kirkjuritið - 01.04.1950, Blaðsíða 36
104 KIRKJURITIÐ Jesú lítið sem ekkert; aðeins það, að hann hafi gert upp- hlaup og verið krossfestur á dögum Pontíusar Pílatusar. Mörg forn handrit eru til af sögu Jósefusar. Auk þeirra, þar sem Jesú er aðeins minnzt, eru allmörg handritin, sem minnast hans alls ekki. Þetta hefir vakið furðu margra rannsóknarmanna. Menn hafa spurt: Er þetta af því, að þessi fræðimaður hafi vitað, að Jesús var aðeins tilbúin persóna, sem aldrei hafi verið til? Nýjustu rannsóknir benda til hins gagnstæða. Nú er álitið, að Jósefus hafi þvert á móti skrifað talsvert um Jesúm og þá hreyfingu, sem hann vakti. En því fyrirfinnst það ekki í þeim hand- ritum, sem liggja í söfnum, og menn eiga greiðastan að- gang að? Skýring er líka til á því. Það, sem Jósefus skrif- aði um Jesú, var fjandsamlegt í garð kristinna manna, séð gegnum gleraugu rétttrúaðs Gyðings og til að lesast af Rómverjum. Grunur leikur á, og jafnvel vissa, að þegar kristnir klaustramenn fóru að afrita frumhandritin, slepptu þeir þessum fjandsamlega kafla úr. Svetonius og Plinius yngri geta Jesú báðir í sögum sínum. Enn má geta þess, að til er sagnrit frá þessum dögum, þó talið heldur yngra, sem sagnfræðingum kemur ekki saman um, hvort sé síðari tíma tilbúningur eða ekki. Það heitir Acta Pilati, og er nokkurskonar ævisaga Pílatusar, og er fornt handrit þess geymt í skjalasafni páfastólsins í Rómaborg. Þar er sagt greinilega frá öllum málarekstri xmdir dauðadóm Jesú, og þar er að finna nákvæma lýs- ingu á Jesú sjálfum. Margir Biblíufræðingar halda því fram, að Acta Pilati sé ábyggilegt heimildarrit, þó aðrir efi það. En af þessu, sem hér hefir verið sagt, má sjá, að sú mótbára gegn tilveru Jesú sem sannsögulegrar persónu, að hans sé ekki getið í samtíma sagnritum, stendur völtum fótum. Hans er getið, og ekki von til, að meira sé þar um hann sagt. Ég get farið fljótt yfir sögu, hvað 3. mótbáruna snert- ir, að þó hann hefði verið til, hefði hann aldrei verið ann-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.