Kirkjuritið - 01.04.1950, Blaðsíða 10

Kirkjuritið - 01.04.1950, Blaðsíða 10
78 KIRKJURITIÐ Nýlega hefir ungur sænskur biskup, Bo Giertz, sent hirðisbréf til Gautaborgarstiftis. Um trúarlærdómana farast honum orð á þessa leið: „Fyrir mannsaldri litu menn oft niður á trúarlærdóma fornkirkjunnar með hálgildings-meðaumkun. Sumir gjöra það að vísu enn — þ. e. a. s. ef þeir eru mannsaldri á eftir tímanum. Rannsóknirnar hafa komizt að allt annarri nið- urstöðu. Enginn, sem veit, um hvað er að ræða, myndi nú geta lostið upp herópinu forna: Frá trúarlærdómunum til fagnaðarerindisins. Rökstuddur dómur leiðir það í ljós, að Kristfræði fornkirkjunnar hefir túlkað fagnaðarerindið laukrétt. Beztu hugsuðir fornkirkjunnar hafa af fádæma skarpri greind og næmum skilningi á öllum blæbrigðum meitlað trúarsetningarnar, sem lýsa leyndardómum Krists, eins og lærisveinar hans lifðu hann og hann verður að setja fram til þess að taka fyrir alla möguleika á afbök- unum. Trúarlærdómurinn varð til við skírnarlaugina. Hann er sprottinn af þörf kristinna manna að játa það, á hvern þeir trúa. Hann hefir eflzt, dýpkað og þroskazt í varnar- baráttunni við allar mótbárur og villukenningar, sem geta risið gegn þeirri trú, er í eitt skifti fyrir öll hefir verið „fengin í hendur heilögum." Nútíma vísindamaðurinn verð- ur hvað eftir annað forviða á því, að í raun og veru hefir allt, sem vorir tímar leggja nýtt til málanna um Jesú, þegar verið prófað af kristinni kirkju á fyrstu öldunum, gagnrýnt og léttvægt fundið. Því hefir verið haldið fram með fullum rétti, að fornkirkjan hafi í sígildum játningum sínum í fáeinum línum bæði skilið og skýrt öll kristfræðileg vandamál. Játningin er sígilt listaverk þeirrar tegundar, að það verður aðeins borið saman við æðstu sköpunarverk hinnar mestu listar.“ (4. útg., bls. 66—68). Síðar minnist höfundur á Fjallræðuna. Hann telur þjóð sína hafa sótt í gruggugar lindir það lítið, sem hún veit um fagnaðarerindið. Því næst segir hann:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.