Kirkjuritið - 01.01.1954, Blaðsíða 6
4
KIRKJURITIÐ
Hrundar borgir og alls konar viðurstyggð eyðingarinn-
ar bera vitni um ferilinn. Og enn grúfir yfir hið kalda
stríð haturs, tortryggni og vígbúnaðar. Siðferðilegt los
breiðist út á ótal sviðum.
Ofbeldisstefnur beinast gegn kristindóminum: Kristin
kirkja verður fyrst og fremst að falla, áður en fullkomin
nýsköpun verður í heiminum. Kirkjan er fyrir framkvæmd-
unum, er hefja skal.
Hins vegar líta margir svo á, að kristindómurinn sé
eina bjargarvonin úr nauðum heimsins, eina lausnin á
vandamálunum. Lýðræði, frelsi, jafnrétti, mannhelgi, ætt-
jarðarást og ótal mörg önnur verðmæti menningarinnar
verði að sækja þangað þrótt sinn. Kristin trú þurfi að
vera undirrót siðgæðisins. Ella þrjóti það.
Já, hvaðan kemur heiminum hjálp, ef ekki frá kristin-
dóminum?
Kristindómurinn hefir aldrei brugðizt og mun aldrei
bregðast.
Vökumaður, hvað líður nóttinni?
Er ekki dagurinn í nánd?
II.
Hér á Islandi virðast nú vera einhverjir mestu örlaga-
tímarnir, er yfir þjóð vora hafa runnið.
Enn hefir Island ekki orðið vettvangur heimsstyrjaldar,
og vér höfum lifað síðasta mannsaldurinn undursamlegar
framfarir, miklu meiri en oss gat órað fyrir. Þjóð vor er
aftur orðin frjálst lýðveldi, sem ræður sínum eigin mál-
um. Hún hefir reist fjölda skóla og ekkert sparað til þess
að koma skólamálum sínum í horf. Háskóli hefir risið
og þjóðleikhús og veglegar kirkjur hver af annarri. Á
rústum torfbæjanna hafa risið steinsteypt hús, björt og
hlý. Götur og troðningar hafa orðið að greiðum brautum
og vatnsföllin verið brúuð. Kargamóar og fúamýrar hafa
breytzt í rennslétt tún. Vér höfum tekið verzlun og sigl-