Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1954, Page 11

Kirkjuritið - 01.01.1954, Page 11
9 MEÐ ÁRI NÝJU, ÍSLANDSKIRKJA vinnugefinn. Bóndi bauðst til að gefa honum nokkrar kartöflur til sáningar heima. Hinn spurði: „Til hvers svo sem ætti ég að gjöra það?“ En bóndi svaraði: „Til þess að hjálpa Guði ofurlítið til.“ Jafnvel það að sá fáeinum kartöflum átti að vera Guðs ríkis starf. í þessum anda á kirkja vor að inna af hendi hlutverk sitt. Hún á að taka alla í faðm sinn og laða alla til þess að vinna Guðs ríkis starf. VI. En þó einkum þá, sem bágast eiga. Því að kirkjan á að vera kærleiksrík eins og bezta móðir og allt innan vébanda hennar í kærleika gjört. Vér vitum, að það er einmitt auðkenni góðrar móður, að hún beinir allra sterkustum kærleikshug og hjálp að tárabarninu, sem mest þarfnast ástar hennar og umhyggju, líkt og saf- inn í trénu leitar að sárinu, er það hefir særzt. Og þeir eru margir, sem eiga bágt. Það á svo margur maður bágt, mig hefir furðað tíðum, hvað þeir geta grátið lágt í gaddi og krapahríðum, segir Þorsteinn Erlingsson einhvers staðar. Kirkjan verður því að vinna að hvers konar líknarmálum á ótal sviðum, seðja hungraða, svala þyrstum, hýsa gesti, klæða nakta, vitja sjúkra og fanga, en þó umfram allt reyna að leita hins týnda og finna það, vinna bót á andlegu meinunum, sem oft eru undirrót hinna og sárust og þyngst allra. Ég hefi vitað það haft eftir lækni, að svo náið sé sambandið milli sálar og líkama, að annar hver maður i sjúkrahús- unum sé þar vegna andlegra vanheilinda fyrst og fremst. Ef til vill er þetta ofmælt, en fyrir hefir það komið, er sjúklingur hefir leitað skurðlæknis, að læknirinn hefir sagt að rannsókn lokinni: „Það, sem að yður gengur, er andlegt en ekki líkamlegt, það er samvizkukvöl, sem sjúk-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.