Kirkjuritið - 01.01.1954, Qupperneq 13
MEÐ ÁRI NÝJU, ÍSLANDSKIRKJA 11
og hugsa meir um það að skilja hjörtun og þarfir þeirra
en að segja spakleg orð, leiðrétta sjálfa sig til þess að geta
leiðbeint öðrum, reyna að vera öllum allt til þess að ávinna
alla.
Þannig rækir kirkjan bezt móðurköllun sína — af þeim
kærleika, sem breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, um-
ber allt.
VII.
Síðast nefni ég það, sem mestu varðar, og felur í raun-
inni allt hitt í sér, sem þegar hefir verið sagt, og gefur
því ljós og liti.
Kirkjan á að vera Krists kirkja.
Sumum kann að virðast óþarft að taka það fram, því
að kirkjan sé Drottins hús og ekki sé önnur kirkja en
kirkja Krists.
En hversu mjög hefir það þó gleymzt á liðnum öldum
og gleymist enn í dag, að kirkjan á að vera Krists kirkja.
Hún hefir haldið mörgu því fram, og barizt fyrir með
oddi og eggju, sem ekkert hefir átt skilið við Krist. Hún
hefir hulið sig moldviðri kennisetninga og trúardeilna,
kallað Jesú að vísu herra, herra, en ekki hirt um að gjöra
það, sem hann hefir boðið. Hún hefir ekki leitað fyrst
Guðs ríkis og réttlætis, eins og segir í Fjallræðunni, og
því ekki veitzt allt annað að auki. Braut hennar í veröld-
inni hefir ekki verið aðeins sigurbraut, eins og oss öllum
er kunnugt.
Kirkjan á að vera lifandi samfélag við Jesú Krist, upp-
risinn drottin hennar og frelsara, alveg eins og fyrstu læri-
sveinar hans voru, er þeir sáu sigur hans, sem mennirnir
höfðu útskúfað og krossfest, og fundu kraft hans gagntaka
sig í Ijóma páska og hvítasunnu.
Þá er kirkja Krists kirkja vor, er vér finnum, að Krist-
ur er lifandi veruleiki í lífi voru, sem gefur oss mátt til
þess að risa upp aftur, er vér föllum, og heldur í hönd