Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1954, Side 18

Kirkjuritið - 01.01.1954, Side 18
.A ómundur biskup íslands (ju (fin un dóó on Þriðjudaginn 6. október síðastliðinn, 1953, varð Ásmundur Guðmundsson prófessor sextíu og fimm ára. Að því tilefni komu margir vinir hans og samstarfsmenn á ýmsum sviðum saman ásamt honum, frú hans og börnum. Voru þar margar ræður fluttar, og veittist mér sú ánægja að flytja ræðuna fyrir minni heiðursgestsins. Nú, þegar mig langar til að ávarpa hann hér í ritinu, finn ég ekki önnur orð, sem ég vildi frekar segja en þá. Óvænt og mikil breyting hefir orðið á högum hans. í sam- sæti því, sem ég gat um, var dr. Sigurgeir biskup, hélt þar ræðu til heiðursgestsins, og mátti enginn renna grun í, að nákvæmlega viku síðar yrði hann kvaddur héðan af heimi. En þó að þessi mikla breyting hafi orðið á högum míns gamla samverkamanns, hefir það litlu breytt í höfuðatriðum. Hann tekur við þessu umfangsmikla og vandasama starfi. En hann hefir í raun og veru unnið svo mikið að kirkjunnar mál- um, að breytingin verður fyrir hann vonum minni. Um leið og ég beini til hans og frúar hans innilegum óskum um gæfu og gengi í hinni veglegu stöðu biskupshjónanna, læt ég birtast hér að mestu það, sem ég sagði á sextíu og fimm ára afmælinu. M. J. Góður byggingameistari. ÍJr ræðu á 65 ára afmœli. Það síðasta, sem ég hefi lesið eftir heiðursgestinn okkar hér í kvöld, prófessor Ásmund Guðmundsson, er stutt ræða í síðasta og nýútkomnu hefti af Kirkjuritinu, en ræða sú var flutt í dómkirkjunni 17. júní síðastliðinn.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.