Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1954, Blaðsíða 20

Kirkjuritið - 01.01.1954, Blaðsíða 20
18 KIRKJURITIÐ kalla má sprengdur í loft upp. Honum var lokað og allir reknir, þeir yfirheyrðir og þjarmað að þeim á allan hátt. — Já, reyndar, í þessum voða bekk var hann. Og hann hefir meira að segja skrifað um það. Og ég get um þetta svo vandlega vegna þess, að ég verð að játa, að þessi starf- semi heiðursgestsins, ærslin og ólætin, eru með veiga- minnstu þáttunum í ævistarfi hans, svo að því verður að tjalda, sem til er. Kunningsskapur okkar hefst í raun og veru ekki fyrr en haustið 1909, þegar hann kemur, hafandi í millitíð tekið stúdentspróf með ágætiseinkunn og svo heimspekipróf og hebreskupróf í Kaupmannahöfn, vafalaust líka með sóma, og setzt í Prestaskólann. Þar kynntist ég þá fyrst þessum mikla bókamanni og lærdómshesti, og er ég þar með kom- inn að þeirri hlið á ævistarfi hans, sem líklega er megin- þátturinn í hans æfistarfi, þó að um stund væri hann við önnur störf. En hann kemur að guðfræðideild Háskólans 1928 og hefir kennt þar síðan, sérstaklega biblíuskýringu gamla og nýja testamentisins. Hér er vitanlega hvorki stund né staður til þess að ræða vísindastarfsemi prófessors Ásmundar. Það væri nægilegt efni í heilan fyrirlestur eða tímaritsgrein og verður vafa- laust frá því gengið á sínum tíma. En ég vil hér aðeins segja það sem mína sannfæringu, að lærðari mann í þess- um fræðum hefir Háskóli vor ekki fengið, hvorki í gamla testamentis- né nýja testamentisfræðum, að öðrum ólöst- uðum. Get ég þó eðlilega betur dæmt um nýja testamentis- fræðin. Bækur þær, sem hann hefir ritað og gefið út um þau efni, standa alveg skrumlaust á efsta þrepi þess, sem í þeim fræðum er unnið á vorum tímum að lærdómi og vandvirkni, og væri óhætt að gefa þær út á hvaða máli sem væri — þær yrðu alstaðar til sóma og í fremstu röð. Nefni ég þá sérstaklega þrjár af þeim: Bók hans um samstofna guðspjöllin, skýringar hans á Markúsarguð- spjalli og bók um æfi Jesú. Þær eru margra ára verk, studd- ar bæði bóklestri utan lands og innan, kennarareynslu

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.