Kirkjuritið - 01.01.1954, Qupperneq 24
22
KIRKJURITIÐ
Þarna sá ég Ásmund Guðmundsson eiginlega fyrst í
útflytjendahópnum sumarið 1912, undir forustu okkar
ágæta Ameríku-agents B. B. Olson.---------
Á öðru ferðalagi kynntumst við þó enn betur, þá orðnir
fullorðnir menn, um fimmtugt. Það var á margra mánaða
ferðalagi okkar um Landið helga. Ég ætla ekki að lýsa
því sumri, svo barmafullt er það af alls konar endurminn-
ingum og áhrifum. Og þá sá ég skýrar en nokkru sinni
fyrr marga af mannkostum Ásmundar Guðmundssonar.
Tveir einir í hersetnu landi, með morð og sprengingar
daglega á götum úti, í opinberum byggingum, strætis-
vögnum og hvar sem var, en jafnframt landi, sem átti
hjarta okkar allt löngu fyrir fram og uppfyllti þó allar
vonir okkar og bætti miklu við.
Hér var tækifæri til þess að kynnast ferðafélaga, sem
óhætt var að treysta út í yztu æsar, hvað sem fyrir kom,
og á hverju sem gengi.
Þessa mynd af heiðursgestinum okkar á enginn nema
ég og með hana í huga mínum vil ég enda þessi orð.
Guð og gæfan fylgi honum.
Helztu œviatriði biskups
herra Ásmundar Guðmundssonar.
Hann er fæddur í Reykholti 6. október 1888, sonur Guð-
mundar Helgasonar prófasts hins fróða og konu hans
Þóru Ásmundsdóttur Jónssonar lektors.
Stúdent 1908, cand. phil. og próf í hebresku í Kaup-
mannahöfn 1909.
Kandidat í guðfræði frá Háskóla Islands 1912.
Prestur safnaða vestan hafs 1912—14.
Prestur í Helgafellsprestakalli 1915—19.