Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1954, Blaðsíða 25

Kirkjuritið - 01.01.1954, Blaðsíða 25
ÁSMUNDUR GUÐMUNDSSON BISKUP 23 Skólastjóri Eiðaskóla 1919—28. Dócent og síðan prófessor í Guðfræðisdeild Háskólans 1928—54. Dvaldi um hríð við framhaldsnám í Þýzkalandi og Eng- landi og á Italíu. Hefir gegnt fjölda starfa að kirkjumálum, fræðslumál- um og mannúðarmálum, svo sem lesa má um m. a. í Minningarriti aldarafmælis Prestaskólans, og gefið út margar bækur og miklar og ritað fjölda greina í timarit. Ritstjóri þessa tímarits hefir hann verið frá upphafi, ýmist einn eða með öðrum. Á hann i því meira efni en nokkur annar. I stjórn Prestafélags Islands frá 1929, formaður frá 1936. Kona hans er Steinunn, dóttir hins landskunna prófasts °g alþingismanns Magnúsar Andréssonar á Gilsbakka. Syni eiga þau fjóra, Andrés, Guðmund, Magnús og Tryggva, og dætur þrjár, Þóru, Sigríði og Áslaugu. Biskupskosningin. Eftir útför dr. Sigurgeirs Sigurðssonar biskups ákvað Presta- félagig að láta fara fram prófkosningu til undirbúnings vænt- anlegu biskupskjöri, ef verða mætti til þess, að lögmæt kosning fengist. Ákveðið var að birta ekki úrslit opinberlega og verður það því ekki gert hér. En í blöðum var frá því skýrt, að pró- fessor Ásmundur Guðmundsson hefði fengið flest atkvæði og næst honum dr. Magnús Jónsson, fyrrv. prófessor. Birti M. J. 1 utvarpi og blöðum yfirlýsingu, þar sem hann mæltist ein- dregið undan kosningu. Prófkosningin náði tilgangi sínum, því að við talningu at-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.