Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1954, Blaðsíða 27

Kirkjuritið - 01.01.1954, Blaðsíða 27
Við ris nýs árs. I Faust, hinu fræga leikriti Goethes, eru, svo sem kunn- ugt er, tvær höfuðpersónur, sem rhest kveður að, þ. e. Faust, er fyllzt hefir óslökkvandi þrá eftir því að ná kröft- um náttúrunnar á vald sitt, og svo Mefistofeles, andi hins hia, sem hann hefir sært fram og notar til þess að fram- kvæma vilja sinn. A einum stað segir Faust við Mefistofeles: „Fari ég ein- hvern tíma að óska mér friðar og kyrrðar, þá bið ég þig, lát það verða mitt hið síðasta.“ Er ég lít fram við ris nýs árs og reyni að gera mér grein þess, hvernig högum mannkynsins er háttað nú í andlegum efnum, detta mér orð þessi í hug. f verki þessu hregður skáldið upp eins konar spegli, þar sem mannkynið að vissu leyti á að geta þekkt sinn eigin svip. Líf allra helztu menningarþjóða síðari tíma hefir verið n£er óstöðvandi sókn fram á við. Menn hafa stöðugt eitt- hvað á prjónunum, þola enga kyrrstöðu, gera nýjar og nyjar áætlanir, beizla fallvötn, nýta orkulindir náttúrunn- ar og lokka jafnvel frumkraftinn í iðrum jarðar í þjón- Ustu sína. Eitt mark blasir við augum, það að gerast herrar yfir sem flestum öflum tilverunnar. Spyrja má: Er hún ekki skiljanleg, þessi faustiska þrá ^annkynsins ? Og hefir faðir tilverunnar ekki greypt hana sv° djúpt í vitund manna og sálarlíf, til þess að hún geti fengið sem mest og bezt svigrúm? Horfum vér ekki með vanþóknun á mann iðjuleysisins, þann, sem hjakkar alltaf 1 sama fari, á sér enga glæsta framtíðardrauma, engin raikil áform, sér engar stórar sýnir, og á aldrei neitt í Smíðum?

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.