Kirkjuritið - 01.01.1954, Side 28
26
KIRKJURITIÐ
Jú, sannarlega virðum vér slíkan mann ekki mikils.
Búddatrú hvetur áhangendur sína gjarnan til að sitja
hljóða, svo dögum skiptir, við eins konar íhugunaræfingar.
Helgir menn þeirrar trúar geta gleymt stund og stað við
það eitt að stara á vissan blett, kannske á líkama sínum.
Að vissu leyti geta slíkar íþróttir haft eitthvert gildi, en
vestrænum þjóðum virðist niðurstaðan ófrjó, markmið
þeirrar mannsævi furðu lítið, frá sjónarmiði heildarinnar,
sem eytt er í svo gagnslítinn hlut.
Kristur brýndi aftur á móti lærisveina sina til virkra
athafna. Hann sagði: Farið í víngarð minn. Ávaxtið pund
yðar, hver eftir sinni getu.
Hér er boðskapur fluttur um líf og starf. Skipun gefin
um að hefjast handa og taka þátt í vorstarfi, hvatning
um að ganga hinu vaxandi lífi á hönd, efla gróðurinn í
víngarðinum.
Sá, sem gróf pund sitt í jörðu, fékk þungan áfellisdóm.
Hann var talinn hafa svikizt undan mikilsverðri skyldu,
hafa gerzt liðhlaupi í þeirri hersveit, sem Guð býður út
skapandi lífi til blómgunar.
Þurfum vér þá nokkuð að fyrirverða oss fyrir það, þótt
vér nú við upphaf nýs árs gerum einhverjar áætlanir um
daga framtíðarinnar? Sannarlega ekki.
Vér sjáum þá standa framundan alla með tölu, eins og
raðir fótgönguliða. Einn kemur eftir annan, allir heitir,
rjóðir í kinnum, ákafir eftir að hefja göngu sína eftir her-
lagi tímans. Einn, tveir, þrír — einn, tveir, þrír, fjórir,
þar er vikan komin. Fyrsta tilbrigði lagsins eilífa hefir
ómað upp yfir hinni hlustandi jörð, sem beið full eftir-
væntingar eftir skóhljóði þessara fótgönguliða. Og bik-
arar eru helltir fullir og menn teyga þá, sumir glaðir og
reifir, — en aðrir dæmdir til að drekka sína eigin kvöl
og sorg af barmi þeirra. Þannig deila komandi dagar
mönnum út mismunandi kjörum, eftir órannsakanlegum
leiðum. Á fjöru eins koma hvers konar höpp, annar hlýtur
skorinn verð og óvæntustu erfiðleika.