Kirkjuritið - 01.01.1954, Síða 30
28
KIRKJURITIÐ
gjarnan koma í ljósengils líki og bjóða samfylgd sina.
Hver, sem fellur fyrir þeirri freistingu, að gera við þau
bandalag, uppsker auðn og hvers konar glötun.
En þó að myrkrið herji fastan á í ýmsum myndum, má
hinu ekki gleyma, að uppi yfir hverju nýju ári standa
einnig sólgylltir stafir Jesú frá Nazaret, því að á fyrsta
degi ársins var hann borinn í helgidóminn og hlaut þar
nafnið Jesús.
Það er því sem vernd og kraftur stafi frá nafni hans
niður yfir hvert nýtt ár.
Grunntónninn í boðskap hans er hvatning til allra um
að gefa sig aldrei myrkrinu á hönd. Rödd hans vakir ofar
árum og öldum. Með krafti lúðurhljóms vill hún blása liði
saman gegn valdi vonzkunnar, mót öllu því, sem hreiðra
vill um sig í skuggunum. Og það lið, sem hann býður út,
á að heyja baráttu sina undir vernd Guðs, þrungið af
lífi hans og anda. Ljósið eitt getur unnið myrkrinu grand.
Það gerir það með því að senda strauma geisla sinna inn
í hvern kima, inn í hjörtu meðbræðranna, sorg hinna
föllnu, og varpar birtu yfir sérhvert verk, sem illt vill
fremja.
Guð faðir og skapari lífsins vill ekki á neinn hátt svæfa
athafnaþrána, sem blundar í brjóstum barna sinna. Hann
horfir ekki með vanþóknun á þær áætlanir, sem menn
gera á öndverðu ári, drauma og hugsjónir, sem skapa vilja
nýjan himin og nýja jörð.
En hann lýsir ógn og tortímingu yfir spor allra þeirra,
sem hyggjast koma áformum sínum fram fyrir mátt þess
myrkurs, sem spenna vill allt helgreipum.
Allra þeirra, sem helga vilja sig ljósinu og lífinu, biður
heill í hverju spori, þótt mótdrægt kunni að blása. En
hinir, sem sverjast í fóstbræðralag við sviksemina, ódreng-
skapinn og eiginhagsmunahyggjuna, standa óhjákvæmilega
einmana uppi áður en lýkur, vegalausir í dimmri nótt.
Uggur er enn sem fyrr í mörgum, sem fram horfa til