Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1954, Blaðsíða 31

Kirkjuritið - 01.01.1954, Blaðsíða 31
VIÐ RIS NÝS ÁRS 29 nýs árs. Brýzt styrjöld út á árinu? er spurt. Vaxandi ótti nagar rætur lífstrésins. Bölsýni grípur hug margra. Ég hygg, að vér íslendingar höfum ekki farið varhluta með öllu af bölsýni tímans. Má ekki t. d. sjá skugga þeirrar lifsstefnu í vaxandi vínhneigð þjóðarinnar, sérstaklega Unglinga. Eitt er víst, enginn, sem á sér stórar hugsjónir, soar kröftum lífs síns í hofi vínguðsins. Því að hver, sem kar kemur, týnir dýrmætum tíma og kveikir í eigin fjár- rnUnum. En sá, sem einhverju miklu vill til vegar koma, ^arf gjarna bæði á fé að halda og þó um fram allt fullu fjörvi. Sú kynslóð hér á landi, sem ólst upp við hugsjónir ung- uiennafélagsskaparins, er yfirleitt bindindissöm. Hún átti eldinn í hjarta sér. Hún þurfti ekki að fá hann lánaðan ft’á altari Bakkusar. Eitt af baráttumálum þess tíma var að skapa nýtt land, frjálst, fullvalda ríki, laust af klafa framandi þjóða. Og það tókst. En það frelsi verður ekki varðveitt nema nýjar kynslóðir láti merkið ekki falla. Verkefnin eru ærin, eldur hins framsækna lífs má ekki ávína, en hann verður aldrei varðveittur ófölskvaður af Þeim, sem gerast eiturlyfjaneytendur í stórum stíl. Ég minntist á bölhyggjuna. Við skulum hafa á henni Sat, en gefa okkur henni ekki á vald. Þó að ýmsum sýnist svart framundan, eru margir miklir andans menn fullir bjartsýnis og trúar á möguleika lífsins. ^að er gott að vermast við anda þeirra. Éár Lagerkvist, eitt stærsta skáld Svía, segir á einum stað á þessa leið: í djúpi bergsins hvílir eitt gramm radium. Sé það leyst Ur viðjum, skín það og geislar með undursamlegum krafti. Undir fargi ófullkomleikans blundar hið innra í manns- ^alinni ofurlítill kjarni slíkrar geislaorku. Ef aðeins er ^gt að leysa hann úr læðingi, myndi hann fær um að &erbreyta öllu lífinu á jörðunni. Allt myndi fá nýjan svip, nyjan tilgang. Þá myndi ljós frá hásal lífsins ná til að L

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.