Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1954, Side 33

Kirkjuritið - 01.01.1954, Side 33
Séra Halldór Jónsson írá Reynivöllum. Þegar mér hefir verið hugsað til lífs og starfs séra Halldórs Jónssonar frá Reynivöllum, hafa Þessi orð Krists tíðum komið •ttér í hug: „Oss ber að vinna verk þess er sendi mig, meðan dagur er. Það kemur nótt, þeg- ar enginn getur unnið.“ Ekkert Veit ég túlka betur líf hans og Þann skilning, sem mér virtist hann sjálfur hafa á tilgangi lífs- starfs síns en þessi orð: „Oss ber að vinna verk þess, er senai mig, meðan dagur er.“ Þessi orð komu mér í hug, er ég sá hann sem aldraðan Pfest í fyrsta skipti, og heyrði hann tala. Þau fáu orð, sem hann þá lét falla, virtust mér sýna vel, hversu glögg- an skilning hann átti á því, að lífsdegi hans væri farið að halla, og þess vegna bæri sér ekki að taka sér hvíld frá löngu og erfiðu ævistarfi — heldur að starfa — starfa af enn þá meira kappi en nokkurn tíma áður, því að nóttin nálgaðist óðum, þegar ekkert væri hægt að vinna, en mörg verkefnin óleyst enn þá. Ég var djúpt snortinn af þessum aldraða Drottinsþjóni, sem talaði hér af eldmóði og lifskrafti hins unga manns. Seinna, þegar leiðir okkar lágu saman, og ég kynntist honum persónulega, lærðist mér það enn betur, að þetta

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.