Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1954, Page 35

Kirkjuritið - 01.01.1954, Page 35
SÉRA HALLDÓR JÓNSSON 33 dóttur, er þau gengu að öllu leyti í foreldra stað. Frú Kristín lézt árið 1941 eftir langa vanheilsu. Ég mun ekki geta hér nema lítið eitt hinna fjölmörgu starfa, sem séra Halldór gegndi fyrir sveitarfélag sitt og sýslu. Þar var yfirleitt um flest þau trúnaðarstörf að ræða, sem sveitarfélag hefir að bjóða. I hreppsnefnd var hann hálfan fimmta tug ára, og hreppsnefndaroddviti mestan hluta þess tímabils. Sýslunefndarmaður var hann í fjóra tugi ára. öll þau margháttuðu störf, sem hann vann í Þágu sveitar sinnar og sýslu, framkvæmdi hann af sér- stakri alúð og skyldurækni, með hag fólksins einan fyrir augum. Einnig þar hafði hann í huga orðin: „Oss ber að vinna verk þess, er sendi mig.“ Aldrei hygg ég, að það hafi hvarflað að honum að keppa eftir neinu starfi eða stöðu, er veitti sjálfum honum hagnað á einn eða annan hátt. Hann sýndi það ótvírætt og á marga lund, að hann vildi fyrst og fremst vera vinur og bróðir fólksins, sem hann lifði og starfaði með, og sannur sonur þjóðar sinnar. Sýndi hann þetta meðal annars með hinum fjölmörgu ahugamálum sínum, sem öll beindust að því einu að bæta hag annarra á einhvern hátt. Var séra Halldór löngu orðinn þjóðkunnur maður fyrir hin fjölmörgu skrif sín um ýmiss konar málefni, er hann taldi að mættu verða til bóta. Meðal annars ritaði hann margt og mikið um búskap, þar sem hann hvatti bændur til margs konar nýjunga, sem hann taldi að mættu bæta afkomu þeirra og tryggja framtíð sveitanna. Er mér kunn- ngt um, að þeir eru margir víðs vegar um landið, sem telja sig eiga honum marga góða vísbendinguna í þessum efnum að þakka. Á margvíslegan hátt sýndi séra Halldór ást sína til hjóðar sinnar og einlæga löngun til að efla hag hennar a sem flestum sviðum. Má í því sambandi nefna Islands- a®tlun hans og hina svo kölluðu tíu ára áætlun, sem þegar hefir fengið heillavænlegan hljómgrunn eins og mörgum

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.