Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1954, Síða 37

Kirkjuritið - 01.01.1954, Síða 37
SÉRA HALLDÓR JÓNSSON 35 alveg sérstaklega við söfnuðina, sem hann þjónaði um fimmtíu ára skeið. Það var því eðlilegt, að honum yrði það ekki sársauka- laust að hverfa frá starfi meðal safnaða sinna, eftir svo langar og ástúðlegar samvistir. Ekki sízt fyrir það, að enn Þá brann honum starfsþráin í brjósti, og um leið einlæg löngun til þess að láta aðra njóta þar góðs af. En árið 1950 varð hann að láta af embætti þá kominn yfir öll venjuleg aldurstakmörk. Sjálfsagt hefði einhver maður orðið feginn hvíldinni, eftir þennan langa og óvenjulega athafnaríka starfsdag, sem hann átti þá að baki sér. Orðið feginn því að geta nú í kyrrð og næði unnið að áhugamálum sínum, og þau skorti Halldór ekki. Um þessar mundir var hann t. d. að vinna að þremur ritverkum, sem hann fýsti að geta komið a prent. En þetta voru: Æviminning hans, Bók um fólkið °g sveitina, sem hann lifði og starfaði lengst með, og nú er komin út undir nafninu Húsvitjun. Og saga tónlistar- mnar. Hefði sjálfsagt einhverjum þótt þetta ærið verkefni til að vinna að á ævikvöldinu. En séra Halldór gat ekki hugsað sér neitt kvöld í iífi S1nu, heldur aðeins dag, þegar honum bæri að vinna af alefli verk þess, er sendi hann, og svo nóttina, þegar ekkert var lengur hægt að vinna. Og prestsstarfið var orðið hon- Um svo mikils virði, að án þess taldi hann sig ekki geta Unnið til fulls verk þess, er sendi hann. Orðinu uppgjafa- Prestur hafði hann beinlínis óbeit á. Hann sýndi það líka íljótt, eftir að hann flutti til Reykjavíkur sem embættis- laus prestur, að þetta hugtak gat ekki átt við hann. Hann hafði ekki dvalizt þar lengi, er hann hafði eignazt sinn söfnuð, eða öllu heldur söfnuði, þótt ekki fengi hann nein laun fyrir þá þjónustu, er hann lét þeim í té, enda var það algjört aukaatriði í hans augum, aðeins ef hann gat fengið að starfa sem prestur. ^að má segja, að prestsstarf hans syðra væri þríþætt. Hann heimsótti og hélt við fornum tengslum við það safn-

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.