Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1954, Page 38

Kirkjuritið - 01.01.1954, Page 38
36 KIRKJURITIÐ aðarfólk sitt, sem flutzt hafði til Reykjavíkur. Annar þáttur þessa starfs var að heimsækja sjúka. Snemma morguns, þegar margur yngri og starfhæfari maðurinn hvíldi í værum svefni, var þessi aldraði maður kominn út og á leið til Landakotsspítala til þess að heilsa upp á sjúklinga þá, sem þar lágu. Var það morgunkveðja, sem ég veit, að margir voru honum þakklátir fyrir. Þegar þessari morgunheimsókn hans var lokið, lá leið hans til Elliheimilisins Grundar, þar sem hann spilaði við morgun- guðsþjónustur. Þetta óeigingjarna starf hans, sem ég hef getið hér um, hygg ég að hafi verið það, sem gerði honum beinlínis unnt að lifa í fjarlægð frá sveitinni og söfnuðunum, sem hann hafði lifað og starfað svo lengi með og hann unni svo heitt. Og ekkert finnst mér, að sanni mér betur en þessi síð- asti þáttur starfs hans sem prestur, hvernig hann taldi sér ætíð skylt að lifa í anda orðanna: „Oss ber að vinna verk þess, er sendi mig, meðan dagur er.“ Það hefir sjálfsagt undrað margan manninn, hvílíku óhemju starfsþreki séra Halldór hafði yfir að ráða allt til síðustu stundar. En mest mun það hafa undrað okkur, sem þekktum hann vel, því að okkur var vel kunnugt um, að þar sem hann fór, gekk ekki heill maður til skógar. Þegar sem barn að aldri bilaði hann að heilsu, svo að meiri hluta ævinnar lifði hann engan dag svo til enda, að hann væri ekki meira eða minna þjáður. En séra Halldór var lítt gefinn fyrir að kvarta, og því mun fæstum hafa verið kunnugt um, hvílíka byrði hann hafði að bera vegna þessarar bilunar. Hvílíkur skuggi það var á lífi hans öll beztu ár ævinnar. Eftir að hann sagði mér frá þessu, varð mér það ljós- ara en nokkurn tíma áður, hversu djúpa og einlæga ást og skyldutilfinningu hann hafði fyrir starfi sínu. Hversu heilagt honum var þetta boð Krists: „Oss ber að vinna verk þess, er sendi mig, meðan dagur er.“ Án þessa djúp-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.